Öfugsnúin áskorun

Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu vilja að farþegagjöld skemmtiferðaskipa verði samræmd þannig að gjaldtakan nemi ígildi virðisaukaskatts sem hótel á landi greiða. Samtökin benda einnig á að þessi skemmtiferðaskip greiði engan virðisaukaskatt af aðföngum sem þau kaupa á Íslandi.

En í stað þess að biðja um skattalækkanir á eigin rekstur til að jafna samkeppnisstöðuna gera samtökin hvað? Jú, biðja um aukna skattheimtu á skemmtiferðaskip! 

Til dæmis að þau greiði ígildi gistináttagjalds, sem er vel á minnst frekar nýlegur skattur. Af hverju má ekki bara afnema þann skatt? Og lækka virðisaukaskatt?

Þetta er gott dæmi um hundinn sem er laminn og vill þá að aðrir hundar séu líka lamdir. Hann sér ekki glæp eiganda síns sem lemur hann. Nei, hann sér bara að það er ekki verið að berja aðra hunda jafnmikið. Lausnin? Að berja þá jafnmikið, frekar en að losna við eigin barsmíðar.

Það er ekki skrýtið að ríkisvaldinu gangi vel að setja á og innheimta skatta þegar hugarfarið er svona. Þegar skattgreiðendur kvarta helst yfir því að aðrir borgi minna í skatt frekar en að biðja um lækkun á eigin skattgreiðslum.

Og hlýðnin staðnæmist ekki við skatta. Þeir sem láta sprauta sig af ríkinu vilja að aðrir láti líka sprauti sig en til vara að þeir sem láta ekki sprauta sig fái sem minnst að tjá sig. Þeir sem hafa allar réttu skoðanir góða fólksins vilja að allir hafi þær. Liðnir eru tímar andmæla gegn yfirgangi, áróðri og upplýsingaóreiðu yfirvalda.

Þess vegna verður hundurinn áfram laminn og kennir hinum hundunum um.


mbl.is Kvarta yfir mismunun í sköttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Frábær samlíking..laughing

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.5.2023 kl. 14:08

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Eins og einhver sagði: "people aren't stupid, they're fucking stupid."

Ásgrímur Hartmannsson, 1.5.2023 kl. 18:41

3 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Þetta var hræðileg reynsla að verða vitni að þeirri geggjun sem átti sér stað í covid bullinu. Það er full ástæða til að hræðast hversu auðvelt er að heilaþvo fólk. Allir áttu að vera sammála að láta sprauta sig með tilraunaefnum sem framleiðendur treystu sér engan veginn að taka ábyrgð á. Þeir sem voru ósammála því átti að flytja nauðuga í Grímsey og láta dúsa þar það sem eftir er. Það er varla að maður trúi þessu þó maður hafi verið vitni að þessu.

Hversu galið er það að hataðasta fólkið skuli vera fólkið sem treysti sér ekki til að láta eitra fyrir sér með þessum svokölluðu bóluefnum.

Kristinn Bjarnason, 2.5.2023 kl. 18:07

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Kannski okkar verkefni í dag sé að velja á milli þess að fullkomna það að segja "me" eða "neh".

Geir Ágústsson, 2.5.2023 kl. 21:12

5 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Þetta er mjög lymskulega gert með því að banna eitthvað sem gæti verið skaðlegt fólki. Við lærum smátt og smátt að samþykkja alla frelsissviptingu vegna þess að allt er þetta gert fyrir okkur í öryggisskyni. Nú er svo komið að fólki virðist líða vel í öllu regluverkinu. Lokatakmarkið er að þú þarft ekki að hugsa heldur fara eftir reglunum,algjörlega öruggur heimur.

Kristinn Bjarnason, 2.5.2023 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband