Sem framlag til nýju íslenskunnar

Mikið af nýyrðum er á sveimi núna og einskorðast ekki við tækninýjunar. Okkur er núna sagt að kyn fólks ráðist ekki af líkama fólks, fjölda tiltekinna litninga eða því sem blasti við í fæðingu. Nei, það er ekki víst að þú sért karlmaður ef þú ert með typpi og XY-litninga eða kona ef þú ert með leg og XX-litninga. 

Í stað þess að tala um konur almennt sé því betra að tala um leghafa, eins og heilbrigðismálaráðherra er vissulega byrjaður að gera.

Gott og vel. Ég hef mjög gaman af því að smíða nýyrði og vil leggja mitt af mörkum í hinni nýju íslensku.

Einstaklingar með líffæri er stuðla að vexti barns innvortis og fóðrun þess eftir fæðingu með þar til gerðri mjólk

Leghafi. Leglegur. Brjóstabera. Snípuð manneskja. Breiðmjaðma. Innvortis þvagrásarútbúin. Eggjastokkaeinstaklingur. 

Einstaklingur með líffæri er má nýta til að sæða einstakling og búa til barn og með útvortis líffæri til losunar á þvagi og hitastjórnunar á sæðisfrumum

Reðurhafi. Eistnasekkshafi. Að hluta útvortis þvagrásarútbúin. Brjóstaskertur. Ómjólkandi. Standpínuhæfur. Mjómjaðma. Andlitshársekkjatíður. 

Verði ykkur að góðu, stelpur og strákar og stálp og kvár og öll ykkar hin af kynjunum áttatíu og einu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ha ha ha,,góður.

Loncexter birti þetta hjá Kristínu Ingu Þormar, allgjör snilld...

 

Ef íslenskir stjórnmálamenn væru forritarar, þá væri talvan mín ekki mín heldur HÍN. Og ég gæti ekki rístartað henni að því hún er hán og verðið á henni var rán.

Ég gæti ekki tengt neitt við ana, þar sem öll tengin væru hinsegin og öðruvísi.

Ég gæti líklega ekki bloggað með enni, þar sem hún/það væri með innbyggðu ríkisritskoðanunarforriti.

              Ég gæti þá ekki heldur selt hana/það þar sem bara útvaldir geta selt ríkiseignir ! 

Sigurður Kristján Hjaltested, 30.4.2023 kl. 11:10

2 identicon

Hef með veikum mætti reynt að vekja konur til lífsins á bloggsíðu minni. Held að engin kona hafi gert sér grein fyrir að málið myndi ganga svona langt. 

Þingmenn gera lítið úr konum, vanvirða þær og orð sem tengjast konu. Hefði viljað sjá konur á þingi rísa upp, allar sem ein og mótmæla orðaskrípinu ,,leghafi."

Hvar eru kveinréttindafélög, sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar sem eru að mestu kvennastéttir. Hvar eru kennarar sem eru að mestu kvennastétt. Femínistar, öfgafemínistar. Öll félög sem hafa konur innanborðs og fyrirtæki. Af hverju mótmæla konur ekki þessari niðurlægingu, skil það ekki.

Þeir sem vilja senda ráðherra orðsendingu eiga að gera það. 

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2023 kl. 11:47

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Heilbrigðisráðherran hlýtur að vera þér þakklátur því hann hefur verið að vesenast með að finna rétt orð um þessi fyrirbæri. 

Ragnhildur Kolka, 30.4.2023 kl. 12:00

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Leghafi?"

Það er lélegt orð og illskyljanlegt.

Ég gæti alveg skorið leg úr einhverri dömu eða dýri og geymt það í formalíni á borðinu hérna, eða bara í vasanum, og væri þá leghafi.  Svo væri hver sem það apaði eftir mér.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.4.2023 kl. 12:32

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk öll fyrir athugasemdirnar.

Auðvitað þarf venjulegt fólk einfaldlega að hafna þessu. Sá sem á vin sem heimtar að vera ávarpaður ákveðinn hátt og er í raun og veru vinur og hefur góðan málstað þá er mögulega hægt að veita undanþágu og reyna að leggja á minnið glænýtt tungumál þar sem "hann" er það" eða "hún" er "hann". Miðað við tölfræði geðlækna og sálfræðinga er mjög ólíklegt að nokkur eigi slíka vini. 

Verra er að fólk er að sjá börnin sín koma heim úr skólanum með kröfu á glænýtt tungumál og taka ekki annað í mál en að það tungumál sé innleitt strax. Ég hef séð dapurlegar frásagnir af slíku. Vonandi sleppa sem flest við slíkar aðstæður.

Geir Ágústsson, 30.4.2023 kl. 21:10

6 Smámynd: Alfreð K

,,Vonandi sleppa sem flest við slíkar aðstæður."

Ekki meiningin að vera með leiðinlegar aðfinnslur, en ég hefði haft flest þarna í karlkyni:  Vonandi sleppa sem flestir við slíkar aðstæður.

En kannski er þetta bara liður í afkynjun íslenzkunnar, sem virðist hafa hafizt mjög skyndilega:

https://hemba.blog.is/blog/hemba/entry/2287755/

Alfreð K, 1.5.2023 kl. 02:00

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Alfreð,

Ég er hjartanlega sammála og þetta hlýtur að hafa laumast með undirmeðvitundinni niður í fingurgóma. 

Geir Ágústsson, 1.5.2023 kl. 05:13

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þarna komstu upp um þig: Laumutranshafi og stýrð andstaða wink

Þorsteinn Siglaugsson, 1.5.2023 kl. 12:46

9 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Flott nýyrði hjá þér Geir! yell

Ég er svo hrifin af þessu nýyrði heilbrigðisráðherra að ég ávarpaði leghafana og legleysingjana á Alþingi í hjartnæmu þakkarbréfi til þeirra fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar í bloggi í gær.

En þyrfti ekki að finna líka gott nýyrði yfir heilbrigðisráðHERRA og alla hina ráðHERRANA sem eru þó leghafar?

Annað er bara mikil móðgun gagnvart öllum hinum kynjunum!

Kristín Inga Þormar, 1.5.2023 kl. 14:03

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Kristín,

Einu sinni var stungið upp á titlinum ráðherfa. Hann á mögulega ágætlega við í sumum tilvikum, t.d. þegar ráðherra með leg bannar fólki að mæta í kirkju og kveðja ættingja við jarðarför. 

Almennt má svo kalla þetta ágæta fólk í ríkisstjórn ráðþrota, ráðvillt og ráðalaust.

Geir Ágústsson, 1.5.2023 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband