Krossgötur: Hversu gott er góða fólkið?

Í dag birtist eftir mig svolítil grein á vefritinu Krossgötur. Hún hefur fengið miklu meiri viðbrögð en ég hafði búist við, og þá sérstaklega eftirfarandi kafli í henni:

Góða fólkið hefur fylgt sérhverju samfélagi í gegnum sögu mannkyns. Þetta er fólkið sem yfirvöld elska. Það tekur undir allar áhyggjur þeirra og ber boðskapinn áfram til hinna fáfróðu. Það hefur alla réttu fordómana og allt rétta umburðarlyndið. Það hringir í lögregluna til að klaga nágranna sinn ef um slíkt er beðið. Það ber öll réttu táknin, og er gríman mögulega það nýjasta. Það tekur öll réttu lyfin. Það skemmtir sér frekar en að fyllast klígju þegar ríkisútvarp útvaldra viðhorfa (RÚV) býður upp á skemmtiþætti.

Kannski sagði ég eitthvað sem þurfti að segja. Kannski er ég bara að kynda undir fordóma þeirra fordómafullu. Kannski er ég að létta á samviskubiti einhverra, óaðvitandi. En það skiptir mig þannig séð ekki miklu máli. Mín persónulega afstaða er sú að góða fólkið sé mögulega ekki allt svo gott. Það er kannski gott fólk - fóðrar köttinn sinn, fordæmir ofbeldi og borgar mikið í skatta - en kannski ekki - vill búa til fangabúðir í Grímsey, taka framhaldsskólaárin af framhaldsskólanemendum og drepa gamalt fólk úr einveru. 

Í það minnsta eitthvað til að ræða ef menn vilja á annað borða ræða eitthvað. Greinin er varlega orðuð svo það sé hægt. Sjáum hvað setur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Athugum það að lýsingarorðið góður er rangt í þessu tilfelli, "hlýðna fólkið" er nær sannleikanum, en að öðru leyti tek ég undir það að þessu manntegund hefur verið til frá örófi alda. 

Þetta er einmitt manntegundin sem kom Stalín og Hitler til valda, þetta er trúgjarna manntegundin sem gleypir það nýjasta ef það er í tízku.

Mikill spekingur sagði á RÚV í umræðuþætti um heimspeki og stríð á 20. öldinni (Rás 1) fyrir mörgum áratugum, (ég hef varla verið nema unglingur) að mestu hörmungar og styrjaldir mannkynssögunnar hafi ekki verið unnar vegna meðvitaðrar grimmdar eða haturs heldur vegna heimsku þeirra sem stjórnuðu og rangri upplýsingagjöf, rangri leiðsögn. Þetta var á þeim tíma þegar fólk hlustaði á útvarp meira en sjónvarp og þurfti ekki 5 fjarstýringar til að lifa lífinu.

Ég hef aldrei gleymt þessum orðum, fannst þau smella beint í mark.

Með kommúnisma og vinstristefnu og stóru bákni verður flækjustigið sífellt hærra.

Ingólfur Sigurðsson, 7.3.2023 kl. 23:43

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það er um að gera að ræða hlutina. Ég veit að þú ert ekki aðdáandi RÚV, en hér er pistill um hugtakið góða fólkið, sem er ekki svo slæmur. En það er náttúrulega bara mitt álit.

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2021-04-29-hvadan-kemur-goda-folkid

Wilhelm Emilsson, 7.3.2023 kl. 23:50

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ingólfur,

Tek heilshugar undir þetta. Yfirvöld eru jú í minnihluta og þurfa á stuðningi meirihlutans að halda til að geta stjórnað. Ég vil í því samhengi benda á 500 ára bók sem fjallar um sjálfviljuga hlýðni og hafði mikil áhrif á mig:

The Politics of Obedience: The Discourse of Voluntary Servitude
https://mises.org/library/politics-obedience-discourse-voluntary-servitude

(Höfundurinn gafst reyndar upp á hugsjón sinni og gerðist opinber starfsmaður, en það er önnur saga.)

Wilhelm,

Meira að segja í mykjuhaugum má stundum finna demanta. Þetta er fínn pistil og áhugaverð sagnfræði.

Geir Ágústsson, 8.3.2023 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband