Alþjóðastofnanir nýta tækifærið

Aldrei skal láta gott neyðarástand fara til spillis. Þetta þekkjum við vel. Komi eitthvað upp á þá flæða yfir okkur nýjar reglur, nýjar viðbragðsáætlanir, skerðingar og skimanir. Við megum enn þann dag ekki taka með okkur rakspíra eða gosflösku í gegnum öryggisleitarhlið flugvalla því einhver bjáninn fyrir 20 árum var með einhver áform. Bankahrunið bólstraði svo hressilega eftirlitsstofnanir ríkisins að nú má kalla það kraftaverk ef einhverjum tekst að stofna til nýs bankareksturs í samkeppni við hina rótgrónu banka (og hinir rótgrónu bankar auðvitað alveg alsælir með það). 

Hryðjuverk, bankahrun, loftslagsvá, Rússland, Kína og núna veiruvarnir: Allt eru þetta afsakanir til að herða tökin enn frekar.

Núna getum við lesið um nýjan alþjóðlegan sjóð þar sem svimandi fjárhæðir eru prentaðar í peningaprentvélum seðlabankanna og eiga að koma að góðum notum þegar næsta veira fer á stjá.

„Faraldurssjóðurinn getur gert heiminn öruggari,“ hvorki meira né minna.

Kannski sjóðurinn geti hjálpað yfirvöldum um allan heim að rekja ferðir okkar, fjármagna auglýsingaherferðir fyrir lyfjafyrirtækin og kaupa girðingar til að hólfa okkur niður.

Eitt er víst: Þessar ósamstilltu veiruvarnir seinustu missera, þar sem hvert ríki fann upp sín eigin vísindi er kemur að grímum, sóttkví, einangrun, forvörnum, læknismeðferðum, lyfjagjöf og ferðalögum, fara í taugarnar á ýmsum aðilum. Samstilltar aðgerðir þvert á landamæri, byggðar á bindandi skuldbindingum við alþjóðastofnanir, er markmiðið. Veirupassar, rakningarforrit, eftirlitsmyndavélar og möguleikar til að klaga nágranna okkar ef hann heldur kaffiboð eru verkfæri í vopnabúrinu sem verður auðveldara að rúlla út þegar næsta tilraunastofa brýtur lyfjaglas og hleypir nýrri veiru af stað.

Það besta í stöðunni núna er sennilega að nýta tímann fram að næsta neyðarástandi og mennta sig. Mikið af efni er að koma upp á yfirborðið sem sýnir í raun og veru hvaða sóttvarnir virkuðu og hverjar ekki, hvað frelsið var í raun hættulegt heilsunni og hvaða óbeinu afleiðingar og aukaverkanir hlutust af kínversku vísindunum sem skyndilega sópuðu þeim vestrænu undir teppið.

En það er við ofurefli að etja og því gott að sækja í félagsskap eða samtöl við fólk sem þorir að ræða á opinskáan hátt án útilokunar og ritskoðunar. Meira um það síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Það er stundum líka gaman að vera algjörlega sammála.

"Veirupassar, rakningarforrit, eftirlitsmyndavélar og möguleikar til að klaga nágranna okkar ef hann heldur kaffiboð eru verkfæri í vopnabúrinu sem verður auðveldara að rúlla út þegar næsta tilraunastofa brýtur lyfjaglas og hleypir nýrri veiru af stað.".

Keep on running.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.11.2022 kl. 09:00

2 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Talandi um faraldurssjóð, þá segir John Kerry, maðurinn sem á einkaþotu, 6 hús, 2 snekkjur og 12 bíla og kom fljúgandi ásamt 400 öðrum í sínum einkaþotum til Egyptalands á loftslagsráðstefnu nú á dögunum: ‘We desperately need money,’ climate envoy Kerry tells CNN amid criticism of his emission credits plan.

Hræsnin er ótrúleg. Það er löngu kominn tími til að við hættum að láta ríkisbubba sem hugsa bara um rassgatið á sjálfum sér hafa af okkur skattpeningana okkar í einhverja sjóði sem við vitum ekkert hvað verður um.

Og kynnum okkur annars staðar á en RÚV og álíka áróðursmiðlum miðlum hvað sé satt og hvað logið í loftslagsmálunum.

Nóg erum við brennd af lygunum út af þessum svokallaða "heimsfaraldri".

Kristín Inga Þormar, 14.11.2022 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband