Við beturvitandi Vesturlandabúar vitum ekkert og viljum ráða öllu

Við vitum kannski minna um heiminn en apar en til að bæta gráu ofan á svart þá erum við á Vesturlöndum ákveðin í að ráðskast með heiminn eins og nýlenduherrar og segja hver og hver ekki má borða og kveikja á ljósunum.

Einn angi af þessum óstöðvandi hroka er innleiðing á svokölluðum ESG-viðmiðum í fjárfestingum, en það eru viðmið sem refsa fyrir fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti og halda svimandi fjárhæðum frá því að nálgast slíkar fjárfestingar þar sem þeirra er mest þörf.

Vellauðugir Vesturlandabúar sem búa í vel upplýstum glæsivillum við ströndina í umhverfi hækkandi sjávarmáls í kjölfar bráðnaðs Norðurheimskauts, og sem vinna við að hræða allt og allabeita áhrifum sínum til að reyna koma í veg fyrir slíkar fjárfestingar. Afríka á enga möguleika á að rísa úr öskunni þegar þetta er staðan (nema mögulega að fá kínverska og rússneska fjárfesta (og hermenn) í heimsókn). 

Höfum eitt á hreinu: Olía, gas og kol útvega mannkyninu vel yfir 80% af orku þess (sem fer meðal annars í hitun á húsum og bræðsluofnum verksmiðja og til að knýja flugvélar og bíla), og vel yfir 60% af rafmagnsframleiðslu heimsins er knúin áfram af jarðefnaeldsneyti. Á heimsvísu vantar yfir milljarð manns aðgang að rafmagni (aðallega Afríkubúar), sem er alveg rosalega nauðsynlegt til að knýja þvottavélar og eldavélar sem leysa af handþvott og banvænan opinn eld á eldstæðum innandyra. Til að útvega þessu fólki rafmagn og orku þarf meira jarðefnaeldsneyti, ekki minna, og þeir sem standa i vegi fyrir því eru allt annað en dýrlingar sem sveima um á vindmylluvængjum.

Við sem búum á örlitlu frímerki á landakortinu sem heitir Norður-Evrópa eða austur- og vesturstrandir Bandaríkjanna ættum mögulega að huga að því að beita áhrifum okkar í átt að mannúðlegri sjónarmiðum en strandlengjum auðugra stjórnmálamanna og kvikmyndastjarna (tveir hópar sem renna sífellt meira saman í einn).

Eins og að hjálpa Afríku að gera það sem Kína, Indland, Suður-Kórea og fleiri ríki gerðu: Verða auðug á einni kynslóð, með notkun jarðefnaeldsneytis, með fyrirvara um að þessi ríki hirði um verndun eignaréttar (þess að þú getir stöðvað nágranna þinn, eða ríkisstjórn þína, frá því að hella niður eitri sem leitar á lóðina þína).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Sólin er mesta auðlegð Afríku, hún er öllum innan handar, jafnt ríkum sem fátækum, og hana má virkja á einfaldan hátt. Nú munu vera mikil áform um að auka framleiðlu á sólarsellum og gera þær virkari og ódýrari.

Heitt loft getur innihaldið mikla vatnsgufu, enda þótt rakastigið sé lágt, með því að kæla loftið mætti vinna vatn úr því en til þess þarf rafmagn.

Gæti verið að innan nokkurra áratuga verði fjöldi "svertingjakofa" í Afríku útbúninn sólarsellum sem sjá íbúunum fyrir rafmagni og jafnvel vatni til daglegs brúks? Eða er þetta bara óskhyggja?

Hörður Þormar, 21.9.2022 kl. 00:28

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hörður,

Það sem þeim í Aríku vantar að ég held er "base load": Mikil og stöðug orka frá orkulindum sem eru alltaf til staðar. Seinna er svo hægt að dúlla sér með orkugjafa sem koma og fara, eins og sólin.

Geir Ágústsson, 21.9.2022 kl. 05:19

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Hörður Þormar er ekki betur að sér um Afríku en á regntímabilinu, sem stendur í 2-3 mánuði, sést varla til sólar. Á fólkið þá að leggjast í hýði eins birnir?

Rúnar Már Bragason, 21.9.2022 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband