Þessir kínversku kjánar, segir RÚV

Við vitum kannski minna um heiminn en apar en til að bæta gráu ofan á svart þá erum við með verra minni en gullfiskar. Við gleymum því hverjir dældu í okkur stanslausum hræðsluáróðri til að selja okkur grímur og glundur og loka börn inni í nafni sóttvarna, og kölluðu svo þá sem dönsuðu ekki í takt brjálæðinga fulla af samsæriskenningum.

Og hverjir voru það sem einangruðu umræðuna með þvælu sem er núna að bráðna eins og ís í eyðimörk?

Jú, fjölmiðlar.

Það er eitt að vera með embættismenn sem tala út frá þröngum sjónarhóli eigin hlutverks. Það er eitthvað allt annað að vera með fjölmiðla sem gagnrýnislaust moka drullunni áfram og yfir trúgjarna neytendur frétta sem hafa hingað til treyst þeim alveg sæmilega.

En gott og vel, kannski einhver iðrun sé að fæðast. Kínverjar, sem hafa verið nokkuð samkvæmir sjálfum sér í vitleysunni, vilja nú að fólk forðist að snerta útlendinga. Fjölmiðill sem hefur ekki hikað við að tala um snertismit sem uppsprettu smitbylgju segir nú að Kínverjar séu að ýta undir fordóma. 

Hvað næst? Bauna á ótta yfirvalda við fjölda smita?

Batnandi fjölmiðlum er best að lifa. En gleymum ekki okkar eigin gullfiskaminni: Þetta eru fjölmiðlanir sem yfirvöld gátu notað eins og hátalara, án síu. Þeir hafa ekki áunnið sér neins trausts ennþá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var búið til pláss fyrir einhvern útlendann sérfræðing í fréttatíma sjónvarpssins í gær sem hrósaði okkur Íslendingum í hástert fyrir að hafa staðið okkur sérstaklega vel í bólusetningum fyrir cov-19. Það kom einnig skýrt fram að þó við höfum staðið okkur vel þá er þetta ekki búið það þarf að halda áfram að sprauta. Fyrir þennann fréttaflutning þurfum við að greiða stórfé á hverju ári og eru flestir aðrir fréttamiðlar komnir á jötuna. Því meira sem við borgum fyrir fréttir því lélegri eru þær. Hér á Íslandi er siglt hratt og örugglega að feigðarósi en látið eins og allt sé í himnalagi. Ríkissjónvarpið niðurlægir þjóðina.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 19.9.2022 kl. 20:46

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Kristinn,

Svona innleggi þarf að fylgja tengill. Ég er búinn að bíða lengi eftir söluræðunni á Íslandi um hvernig á að koma fólki í fleiri sprautur og hef séð upptaktinn en ekki stóru sleggjuna ennþá. 

Geir Ágústsson, 19.9.2022 kl. 21:08

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Það var búið til pláss fyrir einhvern útlendann sérfræðing í fréttatíma sjónvarpssins í gær sem hrósaði okkur Íslendingum í hástert fyrir að hafa staðið okkur sérstaklega vel í bólusetningum fyrir cov-19. Það kom einnig skýrt fram að þó við höfum staðið okkur vel þá er þetta ekki búið það þarf að halda áfram að sprauta."

Ég heyrði þetta líka.  Ekkert langt síðan.  Getur verið að þeir geri þetta oft í viku?

Ásgrímur Hartmannsson, 19.9.2022 kl. 23:15

4 identicon

Biden er búinn að segja að þessu sé lokið (hugsanlegt að hann hafi átt við sjálfann sig) en menn grunar helst að hann hafi verið að tala um covid.

Og þrátt fyrir það á að sprauta meira ? Er hálfsársuppgjör Pfizer í einhverri hættu ?

Emil (IP-tala skráð) 20.9.2022 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband