Þeir hlógu þá, Þjóðverjarnir

Árið 2018 hélt þáverandi forseti Bandaríkjanna ræðu fyrir stóran hóp alþjóðlegra sendinefnda og varaði Þjóðverja við því að gerast of háðir rússneskri orku.

Viðbrögð þýsku sendinefndarinnar voru brosleg. Bókstaflega. Þar brostu allir.

Þýsk sendinefnd

Ætli þetta sé ekki bara mjög táknrænt fyrir landslag stjórnmála í dag. Það skiptir ekki máli hvað er sagt heldur hver segir það. Sé ákveðinn aðili að segja eitthvað þá er það satt og rétt. Segi einhver annar eitthvað er það um leið falsfrétt.

Jæja þá, þýska sendinefnd. Brosir þú í dag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi stóri hópur alþjóðlegra sendinefnda var Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Og sennilega hlægja þeir enn að þessu sem þangað voru saman komnir til að ræða og skipuleggja störf og stefnu Sameinuðu þjóðanna. Trump hefði eins getað kvartað yfir verðinu á hamborgurum á Miami eða teppakaupum Englendinga. Það var einfaldlega hlægilegt hversu óupplýstur Trump var um tilgang og verkefni þingsins, og sú spurning vaknaði sennilega hjá öllum 193 sendinefndunum; Hvar ætli hann haldi að hann sé staddur?

Vagn (IP-tala skráð) 4.9.2022 kl. 22:28

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er rétt að menn voru þarna ekki alveg að skilja af hverju forseti Bandaríkjanna fór um víðan völl að ræða bæði embættisfærslur sínar og ásetning og uppskar jafnvel hlátur þegar hann sagðist hafa áorkað meiru en nokkur annar í salnum.

En þessi athugasemd um fíkn Þjóðverja í rússneska orku, og vanrækslu á aukna sjálfbærni, virtist veita þýsku sendinefndinni eitthvað aukalega af afþreyingu svo upptökumanni fannst tilefni til að beina myndavélinni að hópnum.

En Þjóðverjum hefur svo sannarlega snúist hugur í dag: Bora á eftir gasi á ný, endurskoða bann á bergbroti (fracking), fresta lokun kjarnorkuvera, kaupa upp olíu, gas og kol hvar sem slíkt er til sölu.

Batnandi mönnum er best að lifa.

Geir Ágústsson, 5.9.2022 kl. 07:41

3 identicon

Þeim hefur ekkert snúist hugur. Það var ekki verið að segja neitt sem þeir ekki vissu. Og það var ekki verið að hlægja að því sem Trump sagði heldur hvar og hverjum hann kaus að segja það. Þeim var skemmt sendiherrunum þýsku.

Að fara í þær aðgerðir sem Þjóðverjar þurfa að fara í núna var ástæðulaust á þeim tíma og ekki víst að þeir þyrftu nokkurn tíman að fara í þær aðgerðir. Þú kaupir ekki útidyrahurð og glugga og geymir til vara þó nágranni þinn sé klikkaður og gæti mögulega einhvern tíman brotið hurð eða glugga hjá þér. Sum vandamál borgar sig frekar að leysa ef þau koma upp en að láta eins og þau séu til staðar.

Vagn (IP-tala skráð) 5.9.2022 kl. 08:26

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Þjóðverjar hafa verið duglegastir allra að gera sig háða öðrum um orku með því að loka orkuverum, banna ákveðnar tegundir orkuvinnslu, láta þekktar orkulindir standa óhreyfðar og bæta upp fyrir allt þetta með innflutningi. Þessu hefur núna öllu verið snúið við.

Meira að segja biluð klukka hefur rétt fyrir sér tvisvar á sólarhring. Hér hitti Trump algjörlega naglann á höfuðið, og Þjóðverjar hrukku í glens og grín svo tekið var eftir.

Geir Ágústsson, 5.9.2022 kl. 11:54

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Nútíma Þjóðverjar eru greinilega búnir að gleyma lexíu seinni heimsstyrjaldar en nasistarnir þurftu að velja á milli þess að taka Moskvu eða olíusvæði Kákasusar. Þeir völdu bæði og töpuðu.

Sagt er að stríð vinnist með því hver eigi betri og fleiri vopn, en stríð vinnast líka á góðum aðgangi að orku. Þú ýtir ekki skriðdreka áfram eða slöngvar flugvél á loft, þú þarft eldsneyti. Orkan er lykilatriði í rekstri nútímaríkis og þýska sendinefndin var sennilega að hlæja að eigin heimsku (eða fyrirmæla sem hún þurfti að framfylgja), líkt og sendinefndirnar hjá NATÓ sem fussuðu og sveiuðu þegar DT heimtaði að þeir borgðu sinn skerf við varnir bandalagssins.

Birgir Loftsson, 5.9.2022 kl. 12:12

6 identicon

Þjóðverjar fengu um 14% af sinni orku frá Rússum. Það er ekki gott að missa 14% en það er enginn heimsendir. Og því þurfa Þjóðverjar nú að nýta sér síðri kosti en áður, kosti sem eins hefðu getað legið óhreyfðir til eilífðar og vonir stóðu til að þyrfti aldrei að grípa til. 

Og að þjóðir séu háðar þá gerir gas frá Rússlandi Þýskaland ekki háðari Rússlandi en gríðarlegt magn af gasi, olíuvörum og rafmagni frá Kanada gera Bandaríkin.

Vagn (IP-tala skráð) 5.9.2022 kl. 12:51

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér sannast hið fornkveðna: Ef Trump sagði það þá getur það ekki verið rétt.

Á meðan eru Þjóðverjar komnir út í skóg að leita að greinum til að brenna.

Geir Ágústsson, 5.9.2022 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband