Hvenær hefst umræðan um auðlindagjald af landeldi?

Á Íslandi nýta menn náttúruna til margra hluta. Sumir veiða fisk í sjó, aðrir lax úr á. Sumir týna krækiber í móa, aðrir tína tómata í gróðurhúsi. Íslendingar sækja hita í jörðina og orku úr fallvötnunum. Bændur senda sauðfé upp á fjöllin til að éta þar gras og lyng, grasalæknar sitja í sömu móum og týna hráefni í grasaseyðin sín.

Allt er þetta vitaskuld nýting á náttúrunni með einum eða öðrum hætti. Sameign Íslendinga, ekki satt? Fjöll og firnindi, vötn og sjór. Allt þetta innan umráðasvæðis íslenska ríkisins. Sumt gengur vel og skilar hagnaði, annað ekki og er niðurgreitt eða stundað af áhugamennsku. En það er hagnaðurinn sem stjórnmálamenn fylgjast með.

Hvað gerist ef einhver nýting fer að skila miklum hagnaði? Fer kannski úr því að vera niðurgreitt af skattgreiðendum eða fjárfestum og nær svo flugi og verður að arðgreiðslugreiðandi afhöfn.

Þá finna menn upp svolítið hugtak: Auðlindagjald. Gjald fyrir að hafa tekjur af nýtingu íslenskrar náttúru. En bara ef vel gengur eftir stundum mörg ár af harðæri.

Landeldi á laxi í stórum stíl er nú víða í undirbúningi. Landeldi, Geo Galmo og Samherji eru meðal aðila þar. Þeir hafa ekki skilað krónu í hagnað ennþá en stefna á markaði sem þeir veðja á að verði stórir og gjöfulir.

Og kannski verða þeir það. Kannski landeldislax frá Íslandi, ræktaður við sjálfbær skilyrði á lífrænu fóðri, verði að eftirsóttasta varningi í heimi. Peningar streyma inn. Hagnaður rýkur upp. Arðgreiðslur byrja að greiðast út í stórum stíl.

Þá fara stjórnmálamenn á stjá. Jarðsjórinn? Takmörkuð auðlind! Landsvæðið undir kerjunum? Sameign þjóðarinnar! Greiðið auðlindagjald! 

Nema menn geri eins og menn gerðu þegar undirbúningur að olíuleit á Dreka-svæðinu svokallaða átti að fara af stað: Hönnuðu svo stífa skattheimtu að enginn lagði í verkefnið. Það var dauðadæmt frá upphafi.

Það er líka hægt.


mbl.is 25 milljarða samningur um eldi í Ölfusi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þá verður náttúrlega ekkert landeldi.
Nema menn finni einhverjar aðferðir til að fela gróða.  Sýna stanslaust tap.
Hollywood bókhald er nauðsyn á Íslandi.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.8.2022 kl. 20:07

2 identicon

Sæll.

Mér finnst oft gleymast að jafnvel þó ekkert auðlindagjald væri innheimt af sjávarútveginum myndi sú grein samt skila miklu í ríkiskassann. Sjómenn fá greidd laun og af þeim eru greiddir skattar. Útgerðin kaupir vöru og þjónustu af margs konar fyrirækjum í landi og af slíkum viðskiptum er greiddur skattur auk afleiddra áhrifa. 

Meinið er hins vegar að oft er það þannig að hagsmunir stjórnmálamanna og almennings eru andstæðir: Almenningur hefur af því hag að skattar séu sem lægstir en ekki stjórnmálamenn - þeir vilja hafa úr sem mestu fé að spila til að dreifa á garðann til að tryggja eigið endurkjör. Heilu flokkarnir byggja tilvist sína á öfund í garð náungans. 

Skilningsleysi almennings á skaðsemi stórs opinbers geira er afar sorglegt.

Er nema von að Vesturlönd séu á fallandi fæti?  

Helgi (IP-tala skráð) 28.8.2022 kl. 04:41

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Ertu að segja landeldinu að sækja fordæmi í sjóeldið? Nei, ég segi svona. Þar er allt auðvitað ekkert á kafi.

Helgi,

Það sem vantar svolítið er að skilja muninn á því sem menn sjá - skattur skilar fé í opinbera sjóði - og því sem sést ekki - sú verðmætasköpun sem gæti átt sér stað og borga laun og annað ef hún bara hefði fengið að komast á koppinn. Menn skilja þetta stundum: Átakið "allir vinna" skilaði að mati Steingríms J. Sigfússonar, þá verandi fjármálaráðherra, meira í skatta en ef skattar hefðu verið hærri. Ríki koma sér uppi sérstöðum svæðum með lægri sköttum til að laða að starfsemi. En ef menn telja að rekstur sé "fastur" þá er gengið á hann, þar til hann er ekki til staðar (sbr. bílaframleiðsla í Detroit).

Geir Ágústsson, 28.8.2022 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband