Á Evrópa að sameinast um það eitt að fara í stríð við Rússland?

Evrópa er sundruð hjörð. Innan Evrópu ríkja óteljandi skoðanir á öllu. Evrópuríki ræða og reikna, ná samkomulagi, gefa eftir, miðla málum. En þau fara ekki í stríð, og það er mikilvægt.

Núna hefur Rússland brotið þennan óformlega samning um að verða sammála um að vera ósammála. Rússnesk yfirvöld sjá eitthvað athugavert við stjórnarfarið í Úkraínu - að þar séu einhverjar hreyfingar á ferð, einhver þjóðarmorð, einhver svik á samningum - en hið þögula samkomulag var brotið. Hermenn voru sendir yfir landamæri, borgir sprengdar í loft upp og óbreyttir borgarar sendir á flótta.

Hvernig á að svara slíku? Með því að brjóta hið þögula samkomulag aftur? Auðvitað ekki. 

Að loka á öll viðskipti við innrásaraðilann? Auðvitað ekki. Hvers vegna ekki? Því þá frýs fólk og sveltur í þeim ríkjum sem þykjast vera standa í hárinu á innrásaraðila. Og raunar þjást óbreyttir borgarar hvar sem er. 

Að hlusta á báða aðila, greina ósættið í ljósi sögunnar og núverandi aðstæðna, og koma á viðræðum með þann útgangspunkt? Mögulega, en ekki sú leið sem er farin. Okkur hérna megin átakalínanna er sagt að innrás Rússlands í Úkraínu sé óskiljanlegt áróðursbragð og að í Úkraínu séu englar við völd sem hafa ekki einn blett á ferilskrá sinni.

En ég vona svo sannarlega ekki að það eigi að taka frekari skref í áttina að því að lýsa yfir stríði við Rússa, beint eða óbeint. Rússar eru að styrkja tengsl sín við Asíu og Miðausturlönd og heimurinn að klofna í tvennt, sem er slæmt. Við tökum kannski ekki eftir því fyrr en Kínverjar hætta allt í einu að framleiða iPhona-tækin okkar og það verður ómögulegt að kaupa hráefni í byggingar, en afleiðingalaus verður slík skipting á heiminum ekki.

Kannski Hannes Hólmsteinn Gissurarson hafi nokkuð til síns máls: Að leyfa Rússum að vera í Rússlandi og Úkraínumönnum að vera í Úkraínu. Annað eins hefur nú gerst. Það er ekkert heilagt við landamæri annað en að einhver lagði á sig að teikna þau í kortabækur. 


mbl.is Vesturlönd skorti styrk og samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hef engan séð halda því fram að það séu englar við völd í Úkraínu. Hvað sem líður spillingu þar í landi og að tíu fótboltabullur sem gæla við nasisma hafi lamið einhverja uppreisnarmenn í Donbas eða sparkað um koll pottum og pönnum eiginkvenna þeirra eða tengdamæðra, þá breytir það því ekki að það var ráðist inn í fullvalda land með vægast sagt vafasömum réttlætingum.

Er sammála þér að landamæri eru ekki grafin í stein, þó Pútín virðist halda að það eigi einungis að gilda um landamæri Rússlands og þá miðað við augnablik í mannkynssögunni sem hentar stórveldisdraumum hans.

Annars fannst mér grein HHG ágæt og athyglivert að hún var skrifuð viku fyrir hryðjuverkaárás Pútíns. Hef það reyndar eftir fyrstu hendi að uppskipting Slésvíkur er ekki án vandamála. Þekki einn þaðan sem var lagður í einelti sem barn og unglingur vegna slésvíkurdönsku sinnar og ég hef heyrt Dani segja að Suður-Jótar séu ekki danskir, veit ekki hvort þeir hafi verið að grínast eða ekki.

Theódór Norðkvist, 25.5.2022 kl. 22:22

2 identicon

Heimurinn er ekki að klofna og kínverjar og indverjar og aðrar þjóðir munu áfram stunda viðskipti við vesturlönd sem aldrei fyrr.

Þó svo rússland sé stórt hvað varðar landflæmi og fjölda kjarnorkuvopna þá er þetta efnahagslegt smáríki með þjóðarframleiðslu minni en ítalía.  Þá hefur sýnt sig að hefðbundinn her þeirra er úreltur og getulítill.

Rússnekur almenningur hefur enga burði til að verða stórneytendur á einhverju kínversku gimmiki og kínverjar hafa engan áhuga á að skipta vesturlöndum út fyrir hið efnahagslega smáríki rúslands. Rússland er tæknilega vanþróað og reiðir sig á tekjur af hráefnaframleiðslu en ekki tæknivörum, eða hefur þig einhvern tíman langað til að eignast rússneskan snjallsíma eða bíl?

Bjarni (IP-tala skráð) 26.5.2022 kl. 08:57

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Theódór,

Auðvitað er Pútín ekki sanngjarn og réttlátur maður. Hann er harðstjóri með blóðuga slóð. Hann segist vera að verja rússneskumælandi fólk - Rússa innan annarra ríkja - frá kúgun og ofsóknum (sem meðal annars urðu tilefni svokallaðra Minsk-samninga sem enginn stóð við). 

En ef íbúar austustu héraða Úkraínu vilja í raun tilheyra öðru ríki, nú eða vera sitt eigið ríki, þá styð ég það rétt eins og óskir Tíbet-búa, Taiwan, Hong Kong og Kúrdistan (sem er í dag svæði innan fjögurra ríkja sem ríghalda í sína skika og herja á innfædda, beint eða óbeint. Tal Selenskí um að landamæri Úkraínu eru olía á eldinn. Af hverju ekki að spyrja íbúa? 

Bjarni,

Rétt, en þessi hráefni eru gríðarlega mikilvægur hluti af heimshagkerfinu: Kornið, olían, gasið, stálið, sjaldgæfu málmarnir, timbrið og ýmislegt fleira. Líttu bara á heimskortið og ímyndaðu þér að Rússland vanti - að þar sé bara sjór. Ekki lítill hluti heimsins horfinn! Og þar sem hann er frekar lítill neytandi sjálfur þá er hann þeim mun mikilvægari en skaffari. 

Kínverjar reyna auðvitað að sitja við öll borð og komast upp með það því enginn þorir að styggja þá og missa viðskiptatengslin við. Arabarnir komast líka upp með hvað sem er. Kannski þetta sé til merkis um hræsni Vesturlanda: Bara þeir ríku komast upp með að myrða og sprengja í loft upp afleiðingalaust. Kannski Pútín hafi vonast til að fá sömu meðferð.

Geir Ágústsson, 26.5.2022 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband