Beðið eftir uppgjörinu

Hún fer alveg að detta inn, er það ekki? Verk í smíðum, gögnum safnað saman og þau greind, texti skrifaður, umbrotsvinna hafin. Já, hún fer alveg að detta inn, það hlýtur að vera: Skýrslan sem heilbrigðisyfirvöld eru að útbúa sem fjallar um, í ljósi reynslu, gagna og yfirferða, hvort mannslífum hafi í raun verið bjargað með sóttvarnaraðgerðum seinustu tveggja ára.

Slík skýrsla mun að sjálfsögðu ekki bara taka með í reikninginn andlát sem eru skrifuð á eina tiltekna veiru. Nei, hún mun auðvitað líka fara yfir hvað allar veirur taka mörg líf á venjulegu ári. Hún mun fara yfir afleiðingar þess að ýmsum skimunum og aðgerðum var frestað - hvað margir eru í dag þunglyndir öryrkjar með ónýta liði sem hefðu annars verið vinnandi og hamingjusamir einstaklingar. Hún mun fjalla um töpuð námsár, skertan félagsþroska og neikvæðar afleiðingar einangrunar. Hún mun fjalla um afleiðingar aðgerða og lokana á efnahag samfélags og einstaklinga. Heildarmyndin verður dregin fram og að því loknu ályktað hvort þetta hringleikahús hafi á einhvern hátt borgað sig og vera orðinn vænlegur valkostur fyrir veirur framtíðar eða hvort lækningin hafi mögulega verið verri en sjúkdómurinn.

Nú er ekki víst að lítið opinbert embætti á Íslandi hafa getuna til að taka að sér svona umfangsmikla greiningarvinnu en ég læt þá duga að eitthvert heilbrigðisyfirvaldið í einhverju þróuðu ríki fari í slíka naflaskoðun sem má svo mögulega heimfæra á önnur ríki.

Bara eitthvert heilbrigðisyfirvald, einhvers staðar.

Er sú skýrsla til? Eða þarf hér að treysta á vinnu aðila utan innvígðra til að kryfja það sem þarf að kryfja?

Eins og Jonas Herby, Lars Jonung og Steve H. Hanke?

Kannski, en sjáum til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Mjög fínt - niðurhalað og dreift.

Guðjón E. Hreinberg, 26.5.2022 kl. 22:43

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk Guðjón, sýnist það hafa skilað sér ágætlega!

Geir Ágústsson, 27.5.2022 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband