Það sem íslenskur fjölmiðill segir að norskur fjölmiðill segi um sænsk meðmæli

Stjórn­völd í Svíþjóð hafa mælt með að fólk í áhættu­hóp­um og eldri­borg­ar­ar hljóti fimmta bólu­efna­skammt­inn gegn Covid-19. Þetta seg­ir á vef norsku sjón­varps­stöðvar­inn­ar tv2 og blaðamaður Morgunblaðsins endurvarpar.

Samkvæmt íslenskum fjölmiðli segir norskur fjölmiðill um sænskar leiðbeiningar einnig að sænsk heil­brigðis­yf­ir­völd mæli með því að börn á aldr­in­um 12 til 17 ára séu bólu­sett með tveim­ur skömmt­um og börn með skert ónæmis­kerfi séu bólu­sett frá 5 ára aldri.

En hvað segja Svíarnir sjálfir, beint og milliliðalaust? Um það má lesa hér.

Vuxna 18–64 år rekommenderas vaccination med tre doser, enligt nuvarande rekommendation. I höst kan dessa personer från 18 år få ytterligare en påfyllnadsdos, dos 4, om de önskar.

Regionerna kommer att erbjuda vaccin för alla vuxna som vill ha en fjärde dos, och vaccin till dos 1–3 för den som inte tagit dessa doser ännu.

Risken för allvarlig sjukdom bedöms vara låg för friska personer under 65 år som har vaccinerats med tre doser, men risken stiger med åldern. Risken varierar också inom gruppen.

Einnig:

Folkhälsomyndigheten rekommenderar att vissa grupper ska erbjudas en andra påfyllnadsdos (dos 4) av vaccin mot covid-19. Det gäller de som riskerar att ha ett svagare skydd av dos 1 och 2 och första påfyllnadsdosen (dos 3) än andra personer, och som dessutom har en ökad risk för att bli allvarligt sjuk i covid-19 på grund av sin ålder.

Eru þetta sömu meðmæli og íslenskur fjölmiðill segir að norskur fjölmiðill segi um sænsk meðmæli? Kannski fór það framhjá mér en ég sé ekkert um fimmta skammtinn. 

Nema það eigi bara eftir að uppfæra heimasíðuna í kjölfar blaðamannafundar í gær. Já, ætli það ekki. En það hefði verið til fyrirmyndar ef blaðamaður hefði eytt 5 mínútum í að finna frumheimildirnar og vísa í þær en ekki apa bara upp eftir norskum fjölmiðli.

Annars skil ég ekki af hverju er ennþá verið að halda uppi hlutabréfaverði lyfjafyrirtækjanna sem framleiða þessi stórhættulegu og nánast gagnslausu efni og hvað þá með því að dæla þeim í óléttar konur og unga krakka. COVID-19 er, með orðum Bill Gates, "disease mainly of the elderly, like flu".

Og eru það ekki aðallega Bandaríkjamenn sem sprauta krakkana sína árlega gegn flensu? Slæmur siður sem við í Evrópu virðumst ætla að taka upp núna, því miður.


mbl.is Mæla með fimmta skammtinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, þetta er frekar ruglingslegt eins og þetta er sett upp hjá FHM. Eins og þú bendir á er ekkert talað um fimmta skammtinnn í tenglinum sem þú vísar til og áfylling nr. 2 er yfirleitt kölluð fjórði skammturinn.

Nema þegar um er að ræða einstaklinga með skert ónæmiskerfi (hvernig svo sem sá hópur er skilgreindur) og hafa fengið aukaskammt af þeim sökum. Ef maður grefur dýpra á síðunni og maður þarf að grafa mjög djúpt, þá kemur eftirfarandi fram:

Den andra påfyllnadsdosen (dos 4) ges tidigast fyra månader efter första påfyllnadsdosen. För personer med immunbrist rekommenderas ett intervall från tre månader. För patientgrupper med nedsatt immunförsvar som fått en extrados i primärvaccinationen blir den andra påfyllnadsdosen dos 5.

https://www.folkhalsomyndigheten.se/smittskydd-beredskap/utbrott/aktuella-utbrott/covid-19/vaccination-mot-covid-19/information-for-dig-om-vaccinationen/pafyllnadsdos/

En sem sagt, þeir mættu vera aðeins skýrari í framsetningunni hjá Folkhälsomyndigheten.

Theódór Norðkvist, 25.5.2022 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband