Uppskeruhátíð í október

Október er greinilega mikill uppskerumánuður. 

Þann 4. október sl. var ár liðið frá útgáfu Great Barrington yfirlýsingarinnar. Hún var skrifuð af þremur vísindamönnum (og undirrituð af fjölda annarra) sem höfðu nýtt tímann vel síðan faraldur skall á og kynnt sér áhættuhópa og dánartíðni og komist að þeirri niðurstöðu að markviss vernd áhættuhópa væri mikilvæg en að aðrir ættu að fá að lifa eins eðlilegu lífi og hægt er. Nú rúmlega ári síðar er þessi boðskapur loksins að síast inn í fleiri og fleiri og sífellt örar. Meira að segja prúðir borgarfulltrúar og forstjórar fyrirtækja sem hafa hagnast vel á öllu fárinu grípa nú til harðra orða og er þá mikið sagt.

Þann 8. október 2018 kom fram í fréttum að lektor nokkur við Háskólann í Reykjavík hefði verið rekinn vegna ummæla í lokuðum hópi á fjésbókinni (sem er nýlega búið að klaga til fjésbókar-yfirvalda og fá lokað). Það tókst að svipta mann atvinnu sinni og margir hrósuðu sigri. 

Í október 2008 hafði íslenska ríkið eignast þrjá viðskiptabanka og má segja að þar með hafi rússíbanareið fjármálakrísunnar hafist fyrir alvöru. Nú þegar verðbólga er víðast hvar á uppleið eftir peningaframleiðslu seinustu mánaða (vegna veirutakmarkana), orkuverð í himinhæðum, risafyrirtæki á barmi gjaldþrots og allir ríkissjóðir á bólakafi í skuldafeni þá gæti október 2021 kannski orðið annar slíkur uppskerumánuður.

Í Þýskalandi halda menn októberhátíð með mikilli bjórdrykkju og eftir viku er ég á leið á bjórhátíð í Kaupmannahöfn. Hverju fæ ég að skála fyrir? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Kannski því að Þórólfur stjórnar ekki sóttvarnaraðgerðum í Danmörku? cool

Kristín Inga Þormar, 14.10.2021 kl. 22:22

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Kristín,

Ég er búinn að "skála" fyrir því oft og mörgum sinnum. 

Geir Ágústsson, 15.10.2021 kl. 08:06

3 identicon

Þú getur skálað fyrir þeim Dönum sem dóu, og eru að deyja, að óþörfu svo þú komist á pöbbinn. 7 þessa vikuna og yfirfært á Ísland þá gerir það tvo á mánuði, en hér dó enginn úr covid síðasta mánuðinn. Frábær árangur Dana er aðeins frábær í samanburði við fyrra ástand. Hann er ekkert til að monta sig af í samanburði við árangurinn hér.

Vagn (IP-tala skráð) 15.10.2021 kl. 08:19

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þetta segir þú án þess að ræða dauðsföll af öðrum ástæðum, langvarandi heilsufarslegar afleiðingar lokana, atvinnuleysis, einangrunar og brottfalls úr skóla, vanrækslu á afkimum heilbrigðiskerfisins sem koma ekki fram fyrr en seinna og auðvitað efnahagslegu hörmungarnar.

Annars bíð ég og hef lengi beðið eftir því að aldraður einstaklingur stígi fram og segir: Sendið börnin heim úr skóla, ég ætla að verða 100 ára!

Fyrir utan þig, auðvitað.

Geir Ágústsson, 15.10.2021 kl. 10:35

5 identicon

Hvað eru nokkrir dauðir gamlingjar ef Geir bara kemmst á pöbbinn? Eftir opnunina í Danmörku hefur allavega ein manneskja í þínum aldurshópi dáið úr covid, skálaðu fyrir því.

Vagn (IP-tala skráð) 15.10.2021 kl. 11:02

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Það hlýtur að vera þægilegt að búa í lítilli sápukúlu hvers íbúar eru allir opinberir starfsmenn eða styrkþegar hins opinbera. Ég mæli með því að þú lesir svolítið bréf frá helstu klappstýru sóttvarnalæknis. Þá bregast krosstré sem önnur.

https://viljinn.is/dagbok-ritstjora/bref-til-thorolfs-sottvarnalaeknis/

Tilvitnun, svona áður en þú ferð að úthúða greyins Birni Inga fyrir að vilja bara komast á djammið:

"Sjálfur er ég hættur að drekka, en tel samt að við getum ekki öllu lengur varið að skerða opnunartíma kráa og veitingahúsa. Auðvitað er ekki allt skynsamlegt sem gerist á slíkum stöðum eftir miðnætti, en það er eins og það er, og verður að koma í hlut hvers og eins að bera ábyrgð á sér sjálfum í þeim efnum. Staðan í COVID-19 faraldrinum réttlætir ekki óbreytta skerðingu á opnunartíma, það held ég að blasi við."

Geir Ágústsson, 15.10.2021 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband