Einhver þarf að slá á putta sóttvarnalæknis

Mér sýnist Íslendingar hafa tvo valkosti: Búa sig undir varanlegar svokallaðar aðgerðir sem valda ómældum skaða eða sparka sóttvarnalækni úr stól sínum. 

Tökum sem dæmi nýlega frétt og svolítið viðtal við æðstaprestinn:

Aðspurður segir Þórólfur að nágrannalöndin okkar hafi gert hlutina aðeins öðruvísi. Það gætu verið margþætta skýringar hvers vegna það gangi betur hjá hinum Norðurlöndunum að takast á við Covid-19 faraldurinn.

„Ein skýringin er sú að fleiri hafi fengið náttúrulega sýkingu í hinum Norðurlöndunum sem veitir betri vörn. Hin Norðurlöndin notuðu ekki Janssen bóluefnið en einn skammtur veitir ekki nægilega góða vernd, við sáum það og buðum við þeim sem fengu það bóluefni annan skammt með Pfizer bóluefni. Önnur lönd létu lengri tíma líða milli skammta og það getur vel verið að það hafi veitt betri vörn. Svo getur verið að nágrannar okkar passi sig bara betur. Við slepptum fram af okkur beislinu í sumar og allt fór á hliðina.“

Hér er úr nægu bulli að velja.

Áður en lengra er haldið vil ég samt nefna að það er gott að maðurinn viðurkenni að sýking leiði til ónæmis sem veitir betri vörn er sprauturnar. Ég hef ekkert út á það að setja enda stutt rækilega af vísindum. 

En að bullinu.

Í fyrsta lagi er ekki hægt að skella skuldinni á notkun Íslendinga á Janssen-sprautunum. Þær voru frekar fáar hlutfallslega og Íslendingar hlutfallslega miklu sprautaðri en flest ríki, þar á meðal Danir. Nú fyrir utan að það er búið að sprauta töluvert marga af þeim sem fengu Janssen með einhverju af hinu glundrinu í umferð. 

Í öðru lagi er þessi tími á milli skammta varla afgerandi. Þetta eru efni á tilraunastigi og enginn veit hver hinn rétti tími á milli skammta á að vera, hvort þessi tími skipti máli, hvort sprauturnar virki yfirleitt eða hvort hin meinta vörn af sprautum endist í vikur eða mánuði. Það er einfaldlega ekki búið að rannsaka efnin nægilega vel og þeir sem hreinlega örkumlast eða drepast eftir að hafa fengið þau raðast inn í gagnagrunna núna sem verða notaðir til að innleiða efnin varanlega. Það sem má samt lesa út úr orðum hins mikla vísindamanns er að hann er að viðurkenna að hann hafi lesið fylgiseðilinn eitthvað vitlaust og að aðrir hafi lesið rétt.

Í þriðja lagi get ég fullyrt að þetta með að passa sig betur eigi ekki við. Í þessi tvö skipti sem ég hef verið á Íslandi síðan kínverskar leiðbeiningar um stjórnun á samfélagi voru innleiddar um víða veröld sé ég hvergi hlýðnari hjörð en Íslendinga. Danir hafa verið töluvert kærulausari. Á hápunkti óttans, vorið 2020, hjólaði ég oft framhjá háværum unglingapartýum haldin á almenningsbekkjum á illa upplýstum svæðum, svo dæmi sé tekið. Íslendingar setja á sig grímur þótt enginn sé að biðja um það á meðan Danir taka af sér grímur um leið og þeir telja sig komast upp með það. Íslendingar eru einfaldlega svo hlýðnir og hýddir að það þarf ekki að innleiða takmarkanir. Íslendingar takmarka sjálfa sig, drifnir áfram af ótta.

Það er svo vert að afrita það og koma því sem víðast áleiðis að nú á að nota allar veirur sem afsökun til að kæfa hátíðarhöld og mannfagnaði, og alltaf skal því haldið fram að spítalakerfið á Íslandi stendur ekki undir nafni:

Varðandi afléttingar segist Þórólfur miða við getu spítalans að taka við sjúklingum.

„Það var mjög þröngt á spítalanum í sumar eftir fjölgunina og nú erum við að fara inn í veturinn þar sem við getum búist við RS-veirufaraldri, sem hefur verið mikið vandamál meðal barna í Danmörku og Svíþjóð, sem gæti aukið álag á spítalanum. Svo vitum við ekki hvernig inflúensan verður í vetur. Hún kom ekki í fyrravetur og gæti komið af miklu afli núna. Það er ýmislegt sem getur spilað inn í þetta og við verðum að halda Covid vel niðri svo við lendum ekki í vandræðum á spítalanum. Þetta eru óvissuþættir.“

En fyrir tíma heimsfaraldurs Covid fengum við að sjálfsögðu inflúensu en þurftum ekki að upplifa takmarkanir þá.

„Nei en á móti kemur að það var engin inflúensa í fyrravetur og ef hún kemur núna verður það af meira afli en venjulega. Það að hún komi reglulega eykur ónæmi í samfélaginu en fyrst hún kom ekki í fyrra.“

Meira að segja - meira að segja! - Kári Stefánsson er hættur að skilja í sóttvarnalækninum mikla og lýsir allt að því yfir vantrausti á honum í fyrsta skipti.

Hvað sem því líður þá skal því haldið til haga að Danir eru minna sprautaðir en Íslendingar og að smitast svipað mikið og jafnvel ívið meira. En landið er að mestu laust við takmarkanir og það gildir bráðum um landamærin líka. Velkomin hingað, í gamla normið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ráðherrarnir í ríkisstjórn íslands þurfa ekki að fara eftir minnisblöðum sóttvarnarlæknisins frekar en þeir vilja.

Eru þeir ekki allir orðnir samsekir Þórólfi ef  að þeir "kóa með" 

hans stefnu?

Jón Þórhallsson, 13.10.2021 kl. 18:54

2 identicon

Sæll Geir, 

Það er greinilegt að Þórólfur vill reyna halda þessu áfram samkvæmt dagsskrá World Economic Forum og Johns Hopkins háskóla. Því þarf hann Þórólfur karlinn að reyna búa til svona einhver fölsk yfirskyn (fake pretext) í viðbót, svo og til að halda þessu svona áfram til febrúar mánaðar 2023.


    

Það mætti halda að Þórólfur fengi sérstaklega borgað fyrir að halda uppi þessum PCR skimunum og farsóttarstigi hér á landi.

Ofan á allt þegar að dómstólar í Þýskalandi, Hollandi, Austurríki og Portúgal hafa allir úrskurðað þessar PCR skimanir séu alls EKKI við hæfi að nota til að greina covid-19, svo og hefur þetta PCR drasl EKKI nein lagalegan og vísindalegan grundvöll til að byggja á varðandi allar þessar lokanir, samkomutakmarkanir o.s.frv.
Það er viðurkennt að það er EKKI til nein  Gold Standard yfir þessar PCR skimanir eða smitgreiningar. Þá hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) auk þess staðfest að þessi PCR skimanir eða PCR smitgreiningar séu gallaðar og ekki áreiðanlegar. En þetta er allt saman eitthvað sem að hann Þórólfur passar mjög vel uppá að minnast alls ekki á.   

Fyrir utan það þá eru þessar PCR skimanir sérstaklega keyrðar hér á 40 snúningum og/eða keyrðar yfir þennan 35 snúninga hringrásar mögnunar þröskuld til þess eins þá að geta framkallað allt að því 97% falskar jákvæðar niðurstöður (Clinical Infectious Diseases ciaa 1491 (28. sept. 2020), https://doi.org/10.1093/cid/ciaa1491), eða svo þessir líka ritstýrðu- og ríkisstyrktu fjölmiðar hér geta verið i því að öskra greint smit, greint smit og aftur greint smit.

Það er og hefur verið mjög mikilvægt að koma inn þessum svokölluðu bólusetningum, eða svo hægt sé framkalla einhverjar breytingar, er hins vegar blóðrannsóknar- og/eða vísindamenn mæla alls ekki með. Sjá mynd hérna fyrir neðan, nú og þá fyrir og eftir þess svokölluðu bólusetningu. 



Scanning & Transmission Electron Microscopy Reveals Graphene Oxide in CoV-19 Vaccines

Dr. Robert Young Finds Graphene Oxide in All Four Vaccines and Other Disturbing Ingredients

American Scientists Confirm Toxic Graphene Oxide, and More, in Covid Injections

VACCINE INGREDIENTS REVEALED

Self-Assembling Nanotech Found in Moderna Vaccine




Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.10.2021 kl. 20:23

3 identicon


No photo description available.
No photo description available.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.10.2021 kl. 13:07

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Ef Þórólfur þessi nennir ekki að kynna sér rannsóknir heldur þú að hann nenni að lesa minnisblöð að utan? Ég held einfaldlega að hann hafi óvart verið stunginn af nælunni á fálkaorðunni og fengið einhverja tilfinningu að hann gæti fundið upp sín eigin vísindi. Eldgos? Takmarkanir. Flensan? Takmarkanir. Bóluefni? Takmarkanir. Veðurfar? Takmarkanir. Án tengsla við umheiminn nema auðvitað þegar einhver blaðamaðurinn óskar eftir drottningarviðtali. 

Geir Ágústsson, 14.10.2021 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband