Pyntingarpinnarnir á Íslandi

Síðan fálkaorðum var dreift á þríeyki sumarið 2020 er eins og þríeykið hafi hætt að kunna lesa. Þetta má rökstyðja með dæmi: Notkun á sýnatökupinnum.

Þeir eru óþægilegir, valda sársauka, geta valdið áverkum (blóðnösum, rofi á himnum í nefgöngunum) og það tekur langan tíma að taka sýni með þeim með tilheyrandi biðraðamyndun þar sem hóstandi og heilbrigðir standa þétt saman eins og rollur í bás í roki og rigningu.

Í marga mánuði og jafnvel í heilt ár hafa verið til vísindalegar rannsóknir þar sem borin eru saman sýni úr hálsi, munni og nefi og ítrekað verið sýnt fram á að kok- og munnvatnssýni eru alveg jafngóð og nefsýnin. Í Danmörku lásu yfirvöld þessar niðurstöður fyrir löngu síðan og hentu pinnunum í ruslið. Á Íslandi er ennþá verið að reka pinnana inn í fullorðna og börn. Að óþörfu.

Þetta er eitt sýnidæmið af mörgum um hversu óupplýst, illa lesin og stöðnuð sóttvarnaryfirvöld eru. Þau hjakka einfaldlega í sama farinu og einhvern veginn vona það besta: Þakka sér fyrir fækkun hinna hræðilegu smita og skammast út í ungt fólk þegar smitum fjölgar. En í raun bara að fálma um í myrkri að leita að rofanum til að kveikja ljósið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Og ef thau myndu finna rofann, thá hefdu thau ekki

vit á thví ad kveikja á honum. Sorglegt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 12.10.2021 kl. 12:52

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það eru svona hlutir, sem virðast gerast í hverri viku, sem fá mig til að grunan sterklega að Íslendingar séu vitlausasta þjóð jarðar.
A.M.K á Norðurlöndum.

Fólk lærir ekkert.  EKKERT.

Veitstu havð það var mikið sjokk að koma aftur hingað frá Svíþjóð?

Ásgrímur Hartmannsson, 12.10.2021 kl. 19:53

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Pinnarnir eru enn í notkun í Svíþjóð, a.m.k. á Skáni (Haessleholm). Fór í sýnatöku í hjólhýsi sem þeir hafa skellt upp fyrir utan bæjarskrifstofubygginguna.

Ef ég fer aftur í sýnatöku sem ég þarf að gera ef ég vil komast til Danmerkur, mun ég hafa þetta í huga að reka ekki pinnann upp í heila. Man að það var mjög óþægilegt, hvað ég rak hann langt.

Starfsmaðurinn þrýsti á mig að fara með hann eins langt og ég gæti. Reyndar var líka vont að reka hann ofan í kokið, kúgaðist af því.

Theódór Norðkvist, 12.10.2021 kl. 20:26

4 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Vinkona mín hefur endurtekið fengið svæsnar sýkingar eftir að svona pinna var troðið langleiðina upp í heilann á henni við heimkomu til landsins í fyrra.

Ættingi minn fékk í gegn eftir mikinn þrýsting í sumar að láta aðeins taka strok úr hálsi áður en hann komst inn á heilbrigðisstofnun, þrátt fyrir að hafa fyrst verið sagt að pinnar upp í heila væru eina leiðin til að greina "smit".

Skrítið að hálsstrok skyldi hafa verið tekið gilt að lokum, er það ekki?

Kristín Inga Þormar, 12.10.2021 kl. 23:05

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta fólk er einfaldlega sadistar. Flóknara er það nú ekki.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.10.2021 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband