Fimmeykið

Innlendar takmarkanir vegna veiru eru nú afnumdar í Danmörku. Fólk hittist í stórum hópum, faðmast, tekur í hendur, treðst í röðum og á skemmtistöðum, situr þétt á skrifstofum og almenningsfarartækjum og lifir eðlilegu lífi.

Á sama tíma fellur smittíðnin eftir að hafa verið í kringum 1000 á dag meira og minna síðan í vor (rúmlega 80 á dag miðað við íslenska höfðatölu). 

Sjúkrahúsin eru farin að kvarta yfir öðrum veirum og hor og hósti vegna kvefs og hálsbólgu aftur samþykkt sem eðlilegt ástand á tímabili breytilegs og kólnandi veðurs. Haustpestir leiða ekki til lokunar á fyrirtækjum og eyðileggingu á menntun og félagslífi barna sem betur fer.

En hvað gera Danir þá? Jú stofna fimmeyki! Ónei! Og hvað segir þetta fimmeyki? Jú, að það þurfi að sprauta meira og eins unga krakka og hægt er að fá leyfi fyrir, fylgjast með hinum stórhættulegu afbrigðum og taka tillit til þess að sprauturnar verða gagnslausar og þurfi að endurnýja. 

Fimmeyki og þríeyki allskyns önnur eyki ókjörinna embættismanna og prófessora þurfa auðvitað að verja orðstír sinn og geta sagt, ef hlutir stefna í ranga átt: Við vöruðum við þessu! Við sögðum ykkur að sprauta meira! Sjáið nú hvað er búið að gerast, kærulausu stjórnmálamenn!

En sjáum hvað setur. Vonandi nenna blaðamenn ekki að reka hljóðnemann upp í þetta fimmeyki og vonandi les enginn minnisblöðin þeirra eins og lagafrumvörp sem ber að innleiða án umræðu og að án þess að taka tillit til óbeinna afleiðinga sóttvarnaraðgerða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband