Vilja að einhver annar en HÍ hagn­ist á spila­köss­um

Lög og reglur og almenningsálitið í tengslum við spilakassa, veðmál og happdrætti er svolítið bland í poka.

Sumt er bannað. Sá sem ætlar sér að veðja á handboltaleik þarf að gera það ólöglega og jafnvel eiga viðskipti við alþjóðleg glæpasamtök.

Sá sem spilar póker með alvörupeningum er sennilega lögbrjótur líka og þarf að finna kjallaraherbergi með læstri hurð til að stunda slíka afþreyingu.

Nettengingar til útlanda gefa aðgang að allskyns veðmálssíðum. 

En þú getur eytt aleigu þinni í spilakassa HÍ, í lottómiða og happdrætti DAS. Slík veðmál eru lögleg enda er hagnaðinum beint til ákveðinna aðila sem flestir hafa velþóknun á.

Núna vill Stúdentaráð ekki að HÍ hagnist á spilakössum. Væntanlega þýðir það að veðmálspeningarnir finni sér annan farveg, t.d. erlendar veðmálssíður eða ólögleg pókermót.

Er það hin nýja stefna almenningsálitsins?


mbl.is Vilja að HÍ hætti að hagnast á spilakössum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband