Sóttvarnarfangelsið og samstaðan

Svo virðist sem sóttvarnarfangabúðirnar hafi fengið marga til að hugleiða hvert markmið sóttvarnaryfirvalda eiginlega sé. 

Sennilega er markmiðið að útrýma veiru með öllu þótt enginn hafi sagt það upphátt.

Svarthöfði veltir til dæmis fyrir sér stöðu unga fólksins, sem öllum virðist annars vera skítsama um:

Svarthöfði telur þó mikilvægt að við leyfum okkur að sjá og viðurkenna hvað við höfum misst, hverju við höfum glatað og hverju við höfum fórnað á altari faraldursins. Fyrir okkur sem eldri erum þá er rétt rúmt ár ekki svo langur tími í stóra samhenginu. Aðeins fleiri grá hár, nokkrar fleiri hrukkur í safnið og enn eitt afmælið. Ekki svo mikið mál. Þetta reddast, venst og allt það heila stef.

Svo er það unga fólkið, ungmennin og börnin. Þau hafa aðra sögu að segja. Frá því að Svarthöfði man eftir sér predikuðu foreldrar hans yfir honum að muna að njóta þess að vera unglingur, njóta þess að vera í framhaldsskóla því það væru bestu ár lífs hans og hann fengi þau aldrei til baka.

Leiðarahöfundur á Viðskiptablaðinu er líka efins um stefnuna, eða stefnuleysið réttara sagt:

Ef vernd heilbrigðiskerfis og viðkvæmustu hópa er ekki lengur markmiðið og þess er að vænta að takmarkanir verði enn við lýði eftir að hjarðónæmi hefur verið náð, hvar liggur þá endamark faraldursins og tilheyrandi frelsisskerðinga?

Hagfræðikenningar hafa fæðst og dáið á veirutímum. Allt í einu virðist ekki skipta máli að hafa lamað hagkerfið. Þetta reddast, ekki satt?

Ringulreiðin er algjör. Með galtóm sjúkrahús eru örfá smit talin ástæða til að skella öllu í lás. Með bóluefni að renna inn í æðar viðkvæmra og aldraðra mætti ætla að hraust fólk gæti þolað svolitla veiru sem skaðar það líklega ekki meira en flensan. Grímurnar eru gagnslausar en með þær á hverju andliti mætti ætla að eitthvað fengist í staðinn. 

En nei. Bíðum eftir næsta fundi. Kannski Íslendingar í útlöndum geti bráðum heimsótt vini og ættingja á Íslandi án þess að vera settir í fangabúðir. Kannski einn daginn, en allt í einu ekki þann næsta. Kannski börn geti leyft sér að hlakka til æfinga eða íþróttamóta. En svo allt í einu ekki. Allir viðkvæmir með bóluefni? Skiptir ekki máli. Veiran þarf að hverfa á heimsvísu áður en þríeykið sleppir tökunum.

En samstaðan er að molna niður. Það er gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Noregur er að koma með opnunarplan.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 5.4.2021 kl. 10:08

2 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Er þetta bara á Sögu? Hlýtur að vera rétt, það er vísað í sjálfs skjölin.
https://www.utvarpsaga.is/rikisstjorn-noregs-kaerd-fyrir-glaepi-gegn-mannkyni/

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 5.4.2021 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband