Tímalína

Hér má sjá tímalínu smita og helstu sóttvarnaraðgerða (heimild):

timalina

Ég ætla í sjálfu sér ekki að reyna lesa mikið út úr þessu en það má spyrja sig spurninga:

  • Breyttu grímurnar í sumar einhverju?
  • Breyttu hertar aðgerðir á ferðalöngum einhverju?
  • Breytti opnun hárgreiðslustofa og íþróttaæfinga barna í byrjun vetrar einhverju?

Auðvitað breyta samkomutakmarkanir einhverju sé farið eftir þeim. En lokanir? Eru þær ekki bara til þess fallnar að þjappa fólki meira saman? Allir í Hagkaup að kaupa föt í stað þess að dreifa sér í kvenfatabúðirnar, og þar fram eftir götunum.

En auðvitað erum við að læra. Og margir að bíða eftir sprautunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ekkert samhengi. Nema þá helst að grímuskylda auki nálægð og þar með smit, og að fjöldatakmarkanir valdi hópamyndun og þar með smiti. Annars er þetta í rauninni eins og að reyna að stjórna veðrinu. Veirusjúkdómar fara einfaldlega sínu fram og dreifast í bylgjum sama hvað gert er, eins og myndin sýnir afar glöggt.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.1.2021 kl. 13:55

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér finnst a.m.k. vera kominn tími til að rökstyðja fyrir rekstraraðilum þjónustu af hverju þeim er sagt að loka frekar en að halda sig við aðeins vægari inngrip í samfélagið.

Ég skil vel að menn hafi þurft að prófa sig áfram með ýmislegt en eftir 10 mánuði ætti að vera komin reynsla: Sumt virðist "virka", annað ekki. Í staðinn er bara búið að bæta við og bæta við og á covid.is er allt landið rautt.

Nema einhver ætli að halda því fram að "allt" virki "jafnvel" og að allt sé gjörsamlega "ómissandi" (eins og að halda World Class lokaðri eftir að smit kom upp í hnefaleikamiðstöð), sama hverju menn finna upp á.

Geir Ágústsson, 5.1.2021 kl. 14:32

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hér í Eyjum hafa allskyns fjöldatakmarkanir ekki gert neitt nema búa til þétta hópa hér og þar.

Sem er auðvitað alveg brilljant.

Mörg dæmi.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.1.2021 kl. 15:38

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Get einmitt sagt sömu sögu frá Danmörku. Hér var öllu nema "matvöruverslunum og apótekum" lokað, og Svíar sáu fram á flóðbylgju Dana yfir brúnna korter í jól og lokuðu á þessa veiruplöguðu nágranna sína.

Nokkrar búðir sem selja matvöru selja líka leikföng, föt og annað. Þar þjappaðist því mökkur af fólki saman korter í jól til að klára seinustu jólagjafirnar.

Og nú þegar allt þetta húllumhæ er búið að vara í 2 vikur er enn hert á takmörkunum, "fram til 17. janúar" segja þeir núna. Um leið og eldra fólkið er bólusett. Og nú er að sameina vinnu og heimanám hjá 10 ára strák sem auðvitað vill frekar spila tölvuleiki en horfa á Youtube-myndbönd sem kennarinn bendir honum á.

Sá einmitt nokkra krakka á hjólabrettasvæði kl. 9 í morgun. Er samt nokkuð viss um að þeir krakkar hafi átt að sitja við tölvuskjá og dotta yfir kennara að tala.

Ég vona að það vori snemma. Það er besta vonin.

Geir Ágústsson, 5.1.2021 kl. 16:59

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ágæt greining á því hér hvernig lokanir ýta undir smit og hversu alvarlegur misskilningur það er að lokanir (lockdown) og sóttkví (quarantine) sé sami hluturinn: https://wmbriggs.com/post/34054/

Þorsteinn Siglaugsson, 5.1.2021 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband