Veiran bíður átekta

Með því að loka, hægja á, aðskilja, siga lögreglunni á nágranna sína, framleiða atvinnuleysi, safna skuldum og skerða ferðafrelsi hefur yfirvöldum tekist að hægja á útbreiðslu veiru, tímabundið.

Um leið og einhver fær að ná andanum að nýju (mæta í skólann, fara í vinnuna, umgangast vini) er veiran tilbúin að stökkva af stað.

Henni verður ekki haldið niðri eða hún svæfð. Hún er á sveimi í samfélaginu og bíður bara átekta. Eftir alla þessa mánuði er hún nægjanlega útbreidd í samfélaginu til að verða landlæg (e. endemic) og bætast í flóru annarra kórónuveira sem hringsóla á milli fólks, ár eftir ár, og veikja suma en ekki aðra.

Veirunni verður kannski frestað með því að fletja út samfélagið en hún er ekkert á förum.

Sem betur fer hafa læknar fundið margar leiðir til að lækna þá sem veikjast af veirunni, meðal annars ódýr og vel þekkt lyf

Einhver bóluefni munu kannski líka sanna sig, sérstaklega fyrir þá sem eru veikastir fyrir veirum, en þau munu ekki útrýma veirunni.

Áherslan á að halda niðri smitum er fyrir löngu dauðadæmd. Veiran stekkur af stað um leið og hið opinbera neyðist til að slaka á kverkatakinu. Ráðstafanir ættu ekki að snúast um smit.


mbl.is „Þetta lítur alveg ótrúlega vel út“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ivermectin hefur ekki sannað sig sem lækning gegn COVID-19, ekki frekar en hydroxychloroquine eða D-vítamín. Það sem hefur hins vegar sannað sig til að koma að mjög stórum hluta í veg fyrir COVID-19 eru bóluefni Pfizer, Moderna og Astra-Zeneca. Ekki er vitað hversu góð þau eru að koma í veg fyrir smit en allar líkur eru á því að þau geri það að einhverju leyti. Bólusetning mun ekki útrýma veirunni en það er samt bjartasta von okkar um að hlutirnir geti farið í eðlilegt/eðlilegra horf.

Annars er það frekar ákallið um að leyfa veirunni að dreifast í samfélaginu sem er fyrir löngu dauðadæmt.

Unnþór Jónsson (IP-tala skráð) 4.1.2021 kl. 10:47

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég held að þú vanmetir læknana sem hafa lært mikið seinustu mánuði, sjá t.d.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/09/03/eg_er_thessi_karl_a_attraedisaldri/

Ég er hlynntur þessari nálgun (sem hefur verið þýdd sem "markviss vernd"):

https://gbdeclaration.org/great-barrington-declaration-iceland/

Í henni felst meðal annars bólusetning aldraðra þegar slíku er komið við og því að á Landakoti séu menn að vanda sig við gerð vaktaplana. En ekki að svipta fólk vinnu og menntun og rúlla af stað hamfarafjalli óbeinna afleiðinga sóttvarnaraðgerða.

Geir Ágústsson, 4.1.2021 kl. 11:09

3 identicon

Það mætti halda að þú hafir ekki fylgst með síðan í apríl. Nær allt sem þú segir hefur reynst rangt.

Vagn (IP-tala skráð) 4.1.2021 kl. 11:20

4 identicon

Læknismeðferð hefur sem betur fer batnað eins og við var að búast. Þrátt fyrir það hefur engin lækning fundist og dánartíðni sjúkdómsins er enn þá tiltölulega há.

Það er vel hægt að taka undir markvissa vernd og um það eru allir sammála. Það hefur hins vegar engu ríki tekist að framkvæma það nægilega vel þrátt fyrir öll ríki hafi lagt áherslu á það. Það stafar af þeirri einföldu staðreynd að markverður hluti hverrar þjóðar er í áhættuhóp og þeir sem eru í hvað mestri áhættu er sinnt af fólki sem getur smitast og smitað frá sér einkennalaust. 

Unnþór Jónsson (IP-tala skráð) 4.1.2021 kl. 12:03

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Unnþór,

Þú virðist vilja reyna svara spurningum sem ég hef ekki séð neinn spyrja yfirvöld að, og ætla að nýta mér að þú ert "á línunni" og ert umhugað að gefa ítarleg svör:

1) Vegna þess hversu lítið útbreitt ónæmi er meðal almennings (og þeirra hraustu og heilbrigðu sem hætta varla á meira en 0,1-0,2% dánartíðni) finnst þér þá meiri líkur eða minni að veiran nái fyrir alvöru til þeirra eldri áður en bóluefni nær til þeirra eldri? Því "varnarveggurinn" sem ónæmi þeirra hraustu veitir er ekki til staðar. Þetta virðist vera orðið að kapphlaupi.

2) Þú segir að markviss vernd hafi verið reynd en mistekist. Hvar þá? Svíar klúðruðu vissulega í upphafi faraldurs, og mitt sveitarfélag hérna í DK er núna að banna heimsókn á hjúkrunarheimili því veiran slapp laus þar, en ég sé lítið fjallað um þessa "tilraun sem mistókst" sem réttlæting á harkalegum sóttvarnaraðgerðum á almenning allan (og vonandi deilir enginn um orðavalið "harkalegum"). Það væri til bóta að reyna sannfæra fólk frekar en bara að segja því fyrir verkum og segja "af því bara". Og með því að benda á dæmi (heimurinn er jú ein risastór tilraunastofa og nóg af dæmum) þá gæti það róað mótmælaraddir.

3) Því er haldið fram að sóttvarnaraðgerðir séu "lækning verri en sjúkdómurinn", og bent á að víða hefur krabbameinsskimunum verið frestað, liðskiptaaðgerðum frestað (þekki eina sem lenti í því, korter í örorku), hjartasjúkdómar leitt til dauða í heimahúsum því fólk óttast spítalana, og margt margt fleira. Þessu er aldrei svarað með rökum og ég skil ekki af hverju.

4) Í upphafi var talað um að "fletja út kúrvuna" án þess að setja tölur á það. Hvað hefur breyst? Í Svíþjóð er skilmerkilega sagt frá getu heilbrigðiskerfisins ("There were 697 intensive care places available with ventilators, 538 of them occupied, 55 percent of these with Covid-19 patients." Heimild) en á Íslandi eru núna NÚLL í gjörgæslu og allt landið rautt! Þetta er vægast sagt ruglingslegt.

Læt þetta duga í bili en hlakka til að fá almennileg svör við þessum spurningum.

Geir Ágústsson, 4.1.2021 kl. 19:12

6 identicon

Ég skal svara eftir bestu getu. Tek þó fram að ég er enginn sérfræðingur en ég hef hvorki raunvísindalega menntun að baki né starfsþekkingu sem nýtist á þessu sviði.

1) Það fer eftir annars vegar eftir smitstuðlinum og hins vegar hversu hratt bólusetning gengur fyrir sig. Ef smitstuðullinn fer mikið yfir einn þá fer veiran fljótt í veldisvöxt og kemst mun fyrr að viðkvæma hópnum heldur en bólusetningin, nema þá að við værum með bóluefni á lager fyrir stóran hluta þjóðarinnar og myndum bólusetja eins og enginn sé morgundagurinn. Ef þetta er kapphlaup þá er bólusetningin skjaldbakan og veiran er hérinn, því bólusetningin eykst í hægfara línulegum vexti á meðan veiran dreifist í hröðum veldisvexti.

2) Með því að segja að markviss vernd hafi mistekist er ég einfaldlega að vísa til þess að öll ríki hafa á einhvern hátt lagt áherslu á vernd þeirra viðkvæmustu en ekkert þeirra, þar sem veiran hefur náð fótfestu, hefur tekist að vernda þann hóp nægilega vel. Svíar klúðruðu í upphafi faraldurs og eru að klúðra aftur, jafnvel þó enn meiri áhersla hafi verið lögð á að vernda viðkvæma hópinn en í fyrri bylgjunni. Þeir eru hins vegar langt frá því að vera þeir einir en eru gjarnan teknir fyrir, aðallega af því margir töldu að sænska leiðin væri til fyrirmyndar.

3) Mikilvægum læknisskoðunum hefur verið frestað víða og það er óumdeilanlega slæmt. Það er hins vegar ekki hægt að skella skuldinni alfarið á sóttvarnaraðgerðir og halda að tilvist veirunnar hafi engin áhrif. Svo við tökum Svíþjóð enn og aftur sem dæmi þá var aldrei farið í svokallað lockdown þar en þrátt fyrir það þá hríðféllu krabbameinsskimanir. Hverjum er um að kenna? Erfitt að kenna sóttvarnaraðgerðum þar um þar sem þeim var haldið í lágmarki. Það er einfaldlega ekki hægt að kenna sóttvarnaraðgerðum um allt þegar tilvist veirunnar í samfélaginu hefur heilmikið að segja um hegðun fólks. Þess vegna halda "lækningin verri en sjúkdómurinn" rökin ekki vatni.

4) Það sem hefur breyst er heilmikil meiri þekking á veirunni, útbreiðslu hennar og sjúkdóminum. Nei, það talar enginn lengur um að fletja út kúrvuna en í upphafi má segja að það hafi verið ágætis skilaboð fyrir almenning að átta sig á hver tilgangur sóttvarna væri til skemmri tíma. Allt þetta var háð mikilli óvissu og er því ekkert skrýtið að í dag séum við ekki lengur að tala um að fletja út kúrvuna. Tilkoma öruggra og vel virkandi bóluefna hefur líka breytt heilmiklu.

Unnþór Jónsson (IP-tala skráð) 4.1.2021 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband