Viljum við ekki heyra sem flest sjónarhorn?

Eigum við ekki að fagna því að opinber gagnrýni á yfirvöld fari fram? Að einhver þori að benda á aðrar hliðar málsins en þá einu sem yfirvöld bjóða upp á? Að umræðan sé sem breiðust og fjölbreyttust?

Eigum við ekki að fagna því?

Eða finnst öllum að Icesave-samningarnir hafi bara átt að renna ljúflega niður?

Eða að stjórnarandstaðan á Alþingi á hverjum tíma eigi bara að halda kjafti?

Eða að allir fjölmiðlar segi sömu fréttir frá sömu hliðum?

Auðvitað ekki!

Það er sérhverju samfélagi hollt að sem flestar raddir fái að heyrast, óháð smekk okkar á boðskapnum. 

Til dæmis gera yfirvöld lítið í því að benda á gagnsemi bætiefna til að styrkja ónæmiskerfið. Þó eru til margar rannsóknir sem sýna t.d. hvað D-vítamín gerir ónæmiskerfinu gott, m.a. í baráttunni gegn loftbornum veirum. 

Einnig eru til rannsóknir sem benda til að útbreidd grímunotkun geti gert illt verra. Við kunnum ekki að nota grímur rétt, við erum í sífellu að handfjatla þær, þær hleypa lofti auðveldlega framhjá sér og svo eru grímurnar skítugar eftir að hafa legið á bílsætinu eða verið geymdar í jakka- og rassvösum. Fólk hefur jafnvel fengið lungnabólgu vegna innöndunar á skít úr grímum.

Má ekki ræða þetta? 

Eða er talin einhver hætta á því að fólk drekki yfir sig af lýsi og gleymi því að hósta í ermina?

Þarf að svipta vinnandi fólk lífsviðurværi sínu til að þagga sem harkalegast niður í opinberri umræðu þar sem menn takast á með mismunandi sýn á hlutina?

Viljum við það, í alvöru?


mbl.is Ætlar að sækja ríkislögreglustjóra til saka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband