Heita karftaflan

Í Silfri Egils í gær mættu í sal Logi og Bjarni, formenn sitthvors stjórnmálaflokksins. Spyrill spurði aðeins út í afstöðu þeirra til sóttvarnaraðgerða, settar í samhengi við aðra þætti, og fékk loðin svör. Báðir voru nokkuð sammála um flest og engin ástæða til að breyta neinu. Næsta mál.

Glatað viðtal, vægast sagt.

Fyrir utan svolitla tilvísun í vaxandi þunglyndi í samfélaginu var ekkert sem minnti á að neinn vildi setja hluti í stærra samhengi.

Aukin sjálfsmorðstíðni var ekki nefnd, sem og vaxandi misnotkun vímuefna.

Jól á atvinnuleysisbótum var ekkert rætt.

Reynsla annarra ríkja ekki borin á borð. 

Ekkert talað um sænsku leiðina eða opnanir víða um heim, sem haldast víða í hendur við fækkandi smit og svo gott sem engin dauðsföll.

Ekkert minnst á að þrátt fyrir að ferðamannaiðnaðurinn hafi verið drepinn á Íslandi þá eru smit enn í gangi, jafnvel í enn meiri mæli en í opnum ríkjum

Ekkert talað um að veiran núna hegðar sér öðruvísi en í upphafi, eins og gildir um aðrar veiru. Það að menn prófi og prófi og finni veirur og veiruafganga á ekki að leiða til hræðslu. 

Nei, viðtalið í Silfri Egils var lélegt, óundirbúið og silkihanskar voru notaðir þegar hamar hefði verið meira við hæfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það væri nú einstök félagsfræðileg og farandsfræðileg tilraun að aflétta öllum takmörkunum en loka fyrir alla áfengissölu

Að sjálfsögðu ættu allir að vera almannavarnir áfram en dæmin sýna að það gengur betur að fara eftir einföldu reglunum til að koma í veg fyrir smit ef fólk er alsgátt.

Þessi tregða fóks til að láta af hendi upplýsingar um mögulegar smitleiðir gætu líka bara stafað af áfengisóminni.

Grímur Kjartansson, 5.10.2020 kl. 17:13

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Það dygði eflaust að meina fullum unglingum að heimsækja hjúkrunarheimili. Það er allt í lagi fyrir flesta að fá í sig þessa veiru. Frávikin finnast en hið sama gildir um hefðbundna inflúensu, og engum hefur dottið í hug að fletja út heilu hagkerfin vegna hennar. 

Eins og bent var í ágætri grein í Morgunblaðinu í gær eftir Þór­dísi Björk Sig­urþórs­dótt­ur og Krist­ínu Johan­sen (deili henni sennilega hér við tækifæri) þá lagðist svínaflensan þungt á ungt fólk en létt á hið eldra, og lífið hélt áfram. Núna er veira í gangi sem leggst þungt á eldra fólk en hrekkur auðveldlega af yngra fólki, og öllu er lokað.

Það er ekki í þessu heil brú.

Geir Ágústsson, 6.10.2020 kl. 06:24

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Fyrir utan landamæri þá voru mjög strangar reglur ekki settar fyrr en í þessari viku. Almennt gengur lífið áfram þótt listalíf sé í lágmarki. Allar þessar lokanir skila litlu fyrr en lokað er á starfsemi í lokuðum rýmum eins og má rekja mörg smit núna (bari, líkamsrækt o.fl.). Að loka börum færist bara í heimapartí sem eykur enn meiri líkur á smitum. Svo vissulega þarf eitthvað að koma til.
Notkun á grímum þarf að vera markviss svo hún virki. Einn í bíl eða göngutúr þá hefur gríma engan tilgang. Það sem er óskiljanlegast er að okkar eigin sími er aldrei nefndur. Þegar honum er veifað í lokuðu rými þá er það snertiflötur eins og annað. Veiran er ekki talin smita fyrr en ákveðnum fjölda er náð í líkamanum og því ólíklegt að smit eigi sér stað með að ganga framhjá annarri manneskju en ef dropar fara á síma og fingurnir notaðir, þar á eftir snertir munn, nef eða augu þá aukast líkur á smiti. Af hverju er aldrei talað um þetta?
Fyrir utan það þá þekki ég varla nokkurn mann sem þvær símann sinn reglulega.

Rúnar Már Bragason, 6.10.2020 kl. 11:02

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Af því Trump tók af sér grímuna þá verður sennilega næsta skref að skylda alla til að vera með grímur alls staðar alltaf.

En benda má að flestir sem eru að mæta í viðtöl eru grímulausir þó þeir séu læknisfræðilega menntaðir og séu að koma beint af gjörgæsludeildinni einsog t.d.  https://www.ruv.is/frett/2020/10/06/5-til-6-prosent-merktir-med-gulum-hja-covid-deildinni

Grímur Kjartansson, 6.10.2020 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband