Val á mælikvarða?

Ég lauk í gærkvöldi við bókina Framfarir: Tíu ástæður til að taka framtíðinni fagnandi, og verð að segja að ég er núna uppfullur af bjartsýni fyrir hönd heimsins, framtíðarinnar, umhverfisins, kvenna, minnihlutahópa og komandi kynslóða. Þó er á því fyrirvari: Að við setjum ekki hið frjálsa samfélag okkar á bak við lás og slá af ótta við ... eitthvað!

Ótta við hryðjuverkamenn.

Ótta við sjúkdóma.

Ótta við spákaupmenn.

Vestrænt samfélag hefur vissulega verið í hálfgerðu neyðarástandi seinustu 19 ár. Á flugvöllum er rakspírinn og vatnsbrúsinn tekinn af okkur við öryggishliðið. Leyniþjónustur fylgjast með ferðum okkar á netinu. Vestrænir hermenn dveljast í Miðausturlöndum og skiptast á sprengjum við innfædda sem hefna sín svo með því að sprengja upp almenna borgara á Vesturlöndum. Peningaprentvélarnar hafa ekki stoppað í 20 ár með tilheyrandi raski á verðmyndun, vaxtastigi og stöðugleika fjármálakerfa. Og nú fletja vestræn ríki hagkerfi sín til að fletja út veiru sem drepur sennilega hagkerfin hraðar en veiruna. 

En við erum ennþá frjáls á Vesturlöndum, þrátt fyrir allt.

Þetta leiðir samt huga minn að því hvaða mælikvarða við notum til að bæði vega og mega ástand heimsins og til að nota við áætlunagerð til framtíðar.

Sá sem fylgist vel með fréttum myndar í höfði sér þá hugmynd að heimurinn fari versnandi. Fréttamenn játa að neikvæðar fréttir selja betur en jákvæðar. Frávik frá reglu eru áhugaverðari en reglan. Það ýtir enginn á fyrirsögn sem segir að 40 milljónir flugvéla lendi á hverju ári heilu og höldnu. Hrapi ein úr loftinu er það hins vegar stórfrétt sem vekur mikla athygli. Skiljanlega, en tekið úr samhengi getur slík frétt brenglað upplifun okkar á heiminum.

Undanfarna mánuði er búið að hamra mikið á því að fjölgun á smitum á veiru sé á niðurleið eða uppleið og smitin notuð til að réttlæta hin og þessi inngrip í samfélagið. Þetta var kannski skiljanlegt í upphafi þegar ný veira með óþekkta eiginleika fór á stjá, en ekki lengur. Læknar eru orðnir ótrúlega færir í að eiga við veiruna. Og enginn er að deyja nema á gamals aldri eða vegna undirliggjandi sjúkdóma sem hefðu sigrast á líkama með hjálp hvaða veiru eða bakteríu sem er.

Með því að halda umfjöllun um veiru frá dauðsföllum og að smitum er hægt að mála alveg skelfilega mynd af einhverju frekar saklausu.

Tökum danskar tölur sem dæmi.

Hér er smitkúrfan:

smit

Heimsfaraldur!

Líkhúsin eru að fyllast!

Gjörgæslan er sprungin!

Ættarstapi!

Eða hvað?

Hér er kúrfa dauðsfalla fyrir sama tímabil:

daudfoll

Hvað er í gangi? 

Eru menn farnir að passa sig á hjúkrunarheimilunum og verja þá með undirliggjandi sjúkdóma á meðan unga fólkið djammar, kelar og knúsast og skiptist á veiru eins og enginn sé morgundagurinn? (Enda á nú að þvinga það heim núna.)

Hugsanlega. Því það er aðallega yngra fólkið sem fær veiruna, enda mest á ferðinni:

aldursdreifing smita

Og eins og með allar veirusýkingar er það aðallega eldra fólkið sem deyr þegar það sýkist.

aldursdreifing daudsfalla

Með því að fletja út hagkerfið tekst kannski að halda veiru í skefjum en þá byrjar fólk að deyja af ýmsu öðru. Sjálfsmorð eru fyrirsjáanlega byrjuð að aukast vegna vonleysis, atvinnuleysis og tekjuleysis. Læknar hafa séð vísbendingar um að fleiri hafi dáið úr hjartaáföllum en annars hefði verið raunin því fólk var hrætt við að hringja í sjúkrabíl og verða rúllað inn í veirubæli. Margir hafa frestað læknisheimsókninni til að athuga með krabbamein og aðra langvinna sjúkdóma. Og enn skal haldið áfram á sömu braut, til að fletja úr veiru.

Er ekki kominn tími til að skoða aðra nálgun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Í galdrafárinu var fjöldi virkra galdranorna (virkra smita??) það sem öllu skipti. Markmiðið var að fækka þeim. Það tókst sums staðar svo vel að engar gamlar konur voru eftir í sumum bæjunum.

En það var enginn að spá í hvort færri yrðu lasnir, hvort færri geitur dræpust eða hvort nytin færi úr færri kúm í hlutfalli við fækkun galdranornanna.

Því mælikvarðinn var fjöldi galdranorna. Bara fjöldi galdranorna.

Nú er mælikvarðinn fjöldi smita. Bara fjöldi smita.

Annað:

Ef Þorsteinn Már Baldvinsson yrði skipaður formaður nefndar um endurskoðun kvótakerfisins er líklegt að það myndi heyrast hljóð úr horni.

En þegar forstjóri dótturfélags AmGen, eins af helstu fyrirtækjunum sem keppast nú um að koma lyfjum við kórónaveirunni á markað áður en markaðurinn hverfur (því hraðar sem pestin fer yfir, því hraðar minnkar hann) er orðinn ekki aðeins ráðgjafi stjórnvalda, heldur beinlínis yfirboðari þeirra, heyrist ekki hljóð úr neinu horni.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.9.2020 kl. 11:21

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Þú hefur lög að mæla.

Hér er bæði verið að einblína á einn mælikvarða: Smit. Enda ræður smitsjúkdómalæknir för, ekki almennur læknir sem meðhöndlar ekki smit heldur sjúkdóma. Slíkur læknir myndi telja fjölda sjúkrarúma í notkun vegna COVID-19 og komast að þeirri niðurstöðu að það megi opna allt.

Og góður punktur með augljósan hagsmunaáreksturinn. Hér er einkafyrirtæki komið í ráðherrastól, en það hefur sosem komið fyrir áður

Geir Ágústsson, 14.9.2020 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband