Gæluverkefnin laumast inn um bakdyrnar

Sjaldan lætur hið opinbera góða krísu fara til spillis.

Nú þegar er búið að knésetja hagkerfið og óveðursskýin hrannast upp er upplagt að leggja til leiðir til að komast aftur á fætur. Ríkisvaldið er hér tilbúið að rétta þér hækju eftir að hafa brotið á þér hnéskeljarnar.

Gott dæmi er svolítil hugmyndavinna frá Viðreisn. Þar leynast mörg gullkorn:

  1. Að fara á fullt í að leggja Borgarlínuna svokölluðu, i nafni hagkvæmra opinberra framkvæmda! Nú er ekki tíminn til að ræða ágæti þess að fjölga strætisvögnum og bera saman við aðra kosti. Nei. Í nafni neyðarástands skal byggja fyrir 100 milljarða af lánsfé, strax!
  2. Að hraða því eins og frekast er unnt að nota óhagkvæma orkugjafa í stað hagkvæmra.
  3. Tímabundnar skattalækkanir og ríkisstyrkir til fyrirtækja frekar en að lækka bara skatta almennt, á alla línuna, varanlega. Auðvitað.
  4. Almennt stóraukin fjárútlát fyrir lánsfé úr tómum ríkissjóði.

Ég skal alveg viðurkenna að það er ekki allt alslæmt við tillögu Viðreisnar, og gott hjá þeim að setja hugmyndir í pottinn, en almennt má samt segja að Viðreisn sé að reyna gera gæluverkefni sín að þjóðþrifamálum, í nafni neyðarástands, og vonar að þau verði gripin á lofti í örvæntingu og keyrð í gegn. Og viðbúið að fleiri flokkar hugsi það sama, nú fyrir utan alla vitleysuna sem nú þegar er í gangi.


mbl.is Vilja snarpari viðbrögð ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Viðreisn vill verja störf, verja atvinnurekstur o.s.frv.

Ekki orð um að verja heimili.

Munið það í kjörklefanum.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.9.2020 kl. 12:39

2 identicon

 Það fór nú reyndar stór hluti kynningarinnar í að varnir fyrir heimilin, Guðmundur. Mæli með því að þú horfir á hana.

Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson (IP-tala skráð) 3.9.2020 kl. 13:30

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Dettur þeim ekkert í hug að kannski sé einfaldast að verja þau störf sem nú eru að fara að tapast vegna heimsku og skammsýni stjórnvalda?

Þorsteinn Siglaugsson, 3.9.2020 kl. 13:32

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson.

Ég las þessa sjö tillöguliði. Einföld orðaleit leiðir í ljós að orðið heimili kemur hvergi fyrir í þeim.

Hvar er hægt að finna upptöku af kynningunni? Eða geturðu kannski útskýrt hvaða varna fyrir heimili þú ert að vísa til?

Guðmundur Ásgeirsson, 3.9.2020 kl. 13:53

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég skil ekki þessa óánægju með Borgarlínuna. Mér líst ágætlega á hana.

Borgarlina

Theódór Norðkvist, 3.9.2020 kl. 14:18

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Hvaða gagn er að því að verja núverandi störf? Við þurfum "nýsköpun" í "grænu hagkerfi", lesist: Að stjórnmálamenn fái að úthluta milljónum og milljörðum... í eitthvað!

Annars nýtti ég mér nokkrum sinnum þjónustu svokallaðra "skutlara" þegar ég var í Reykjavík í sumar. Það var ágætt. En einu sinni fór ég í strætó niður í bæ. Það var allt í lagi. Farið átti að kosta 480 kr. en auðvitað gat vagnstjórinn ekki gefið til baka af 500 kr. Gat svo drukkið einn bjór á leiðinni, enda langt á eftir félögum mínum sem ég var að fara hitta í slíkri iðju.

Geir Ágústsson, 3.9.2020 kl. 14:23

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Vegna Borgarlínu þá verður hún orðin úrelt þegar hún fer loksins af stað. Nokkur atriði koma til:

1) Löggjafinn verður búinn að gefa eftir pressu á að opna markað farþegaflutninga. Eitthvað í ætt við Uber og Lyft verður farið vel af stað. Þar hugsa menn líka um fjöldaflutninga fólks og með stórar hugmyndir. Lítill strætó stoppar beint fyrir utan húsið þitt, og þú situr þar með fólki á leið á svipaðan stað og þú; eitthvað sem einhver tölva er búin að reikna út. Og svipað um heimleiðina. Fjölskyldan er búin að selja annan bílinn en heldur samt einum til að versla inn og útréttast. Engum dettur lengur í hug að bíða við biðskýli í haustlægð.

2) Smærri farartæki, rafskútur, rafmagnshjól og slíkt, hafa að hluta leyst bílaumferðina af hólmi, sérstaklega í styttri ferðum. Ég þekki mann sem fer að heiman úr Vatnsendahverfi í vinnu sína í Vatnsmýri á rafskútu. 

3) Stærri vinnustaðir eru flúnir úr Vesturbænum og komin austan við Elliárnar. Þar er bæði plássið og fólkið. Umferð léttist töluvert.

4) Á einhverjum góðum vordegi ákveða Reykvíkingar að kjósa eitthvað annnað en villtasta vinstrið og stórátak verður gert í gatnamálum; miðlæg gatnamót, samstilling umferðarljósa, breikkun álagsæða og slíkt, og Borgarlínunni slegið enn frekar á frest. Umferðin liðkast og hugmyndir um 100 milljarða strætókerfi missa glansinn.

5) Einhvern tímann hlýtur Íslendingum að takast að fá í stól forsætisráðherra sem þorir að tala af sannfæringu, og er með báðar fætur á jörðinni. Slíkur forsætisráðherra slær á putta sveitarfélaga sem reyna að laumast í ríkissjóð til að fjármagna gæluverkefni.

Geir Ágústsson, 3.9.2020 kl. 14:31

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta var grín hjá mér, þú virðist ekki hafa áttað þig á því.wink

Theódór Norðkvist, 3.9.2020 kl. 14:38

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Theódór,

Það blasti nú við! Og góður djókur! Athugasemd mín var meira við hugmyndir almennt um Borgarlínuna. Hún verður eins og rygðaður sporvagn á flugvelli þegar hún fer loksins af stað: Úreltur minnisvarði um skammsýni.

Geir Ágústsson, 3.9.2020 kl. 15:30

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jæja, hélt eitt augnablik að þú hefðir glatað húmornum. sealed Er algjörlega sammála þér.

Theódór Norðkvist, 3.9.2020 kl. 19:03

11 identicon

"Vegna Borgarlínu þá verður hún orðin úrelt þegar hún fer loksins af stað."

Þetta hugtak borgarlína er nú þegar úrelt, og er búið að vera það lengi.!!

Ég myndi giska á að eina ástæðan fyrir þessu rugli er að dagur er að redda einhverjum vildarvin spena hjá borg og ríki næstu árin eftir að búið er að kjósa hann í burtu.

Halldór (IP-tala skráð) 4.9.2020 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband