Hvað með vinnuleiða?

Kulnun er stundum í umræðunni, bæði á Íslandi og í öðrum vestrænum ríkjum. Allir vita að hún er vegna álags, ekki satt? Það sem færri vita er að kulnun þarf ekki bara að vera afleiðing álags. Það er líka hægt að brotna andlega saman af því að leiðast of mikið í vinnunni eða finnast vinna sín vera tilgangslaus.

En slíkt heyrir til undantekninga, er það ekki? Jú, kannski. Margir hafa ekkert á móti því að láta sér leiðast. Vinna er bara vinna, hvort sem hún hefur tilgang eða ekki. Það þarf ekki að láta alla fundina angra sig, eða tilgangslausu pappírsvinnuna. 

Þetta á þó ekki við um alla. Það er talað um bore-out þegar fólk brennur saman andlega af leiða eða tilgangsleysi á vinnustaðnum. Íslenska orðið kulnun getur allt eins átt við um vinnuleiða eins og vinnustress. 

En hvernig stendur á því að í mörgum fagstéttum líður stórum hluta starfsmanna eins og þeir séu ekki að gera neitt sem skiptir máli? Fyrir því geta verið margar ástæður. Í bankaheiminum er eftirfylgni við opinbera löggjöf svo fyrirferðamikill þáttur af starfinu að það er ekkert eftir sem skiptir máli. Hið sama gildir um tryggingafélög. Hjá hinu opinbera fer auðvitað stór hluti tímans í vitleysu. Það eru margar mismunandi ástæður fyrir því að mörgum finnst vinnan þeirra ekki skipta miklu máli.

Eftir stendur að besta leiðin til að blása til gagnárásar við gervi-vinnu er að gera sér grein fyrir að hún er til staðar, t.d. með því að lesa bækur eða teiknimyndasögur eða horfa á bíómyndir um efnið. Nú eða lesa bók um skilvirkni og berjast við skrýmslið innan eigin vinnustaðar. 


mbl.is Kulnun viðurkenndur sjúkdómur af WHO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hádegismóra leiðist greinilega ekki í vinnunni og ruglar þar "eins og enginn sé morgundagurinn". cool

Hádegismóri gapir til að mynda í Mogganum um "mikinn flótta" af Laugaveginum hér í Reykjavík, enda þótt einungis 5% verslunar- og þjónustuhúsnæðis frá Bankastræti að Snorrabraut sé nú laust, eða 7 af 140.

Verslun Álafoss var í síðustu viku opnuð í nýju húsi neðst á Laugaveginum og þar verður í öðru stóru húsnæði opnað eftir nokkra daga veitingahúsið Vietnam Restaurant.

Ofar á Laugaveginum verður svo opnað á næstunni veitingahúsið Shawarma King og tvö ný hótel, svo eitthvað sé nefnt.

En nýlega var þar lokað fataversluninni Herrahúsi Adams með fatnað sem hentar Ómari Ragnarssyni og selur nú meira í Ármúlanum, sem engum ætti að koma á óvart. cool

Verkfæraverslunin Brynja, nú 100 ára gömul, er hins vegar enn á Laugaveginum og verður þar áfram en Hádegismóri og Ómar Ragnarsson halda náttúrlega að þar séu allar verslanir og veitingahús sérstaklega ætluð erlendum ferðamönnum.

Nú um helgina er Laugavegurinn og aðrar götur í miðbæ Reykjavíkur fullar af fólki, bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum, enda ganga eða hjóla Laugaveginn að meðaltali 17 þúsund manns á dag, um sex milljónir á ári.

Og 71% Reykvíkinga eru ánægðir með göngugöturnar í miðbæ Reykjavíkur, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Maskínu. cool

Þorsteinn Briem, 2.6.2019 kl. 14:16

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Samkvæmt rannsóknum er hátt hlutfall fólks óánægt í starfi. Það hefur örugglega mikið að segja þegar kemur að svonefndri kulnun.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.6.2019 kl. 14:26

3 identicon

Þú gleymir skipulagsbreytingunum sem gefa misvitrum stjórnendum ótakmarkað vald til tilhæfulausra uppsagna. Borgarritari ritaði á innri vef að skipulagsbreytingar 1. júní mundu ekki leiða til uppsagna en annað kom á daginn þegar á reyndi

Borgari (IP-tala skráð) 2.6.2019 kl. 16:09

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, slæm stjórnun er ein af meginástæðum þess að fólki líkar illa í vinnunni. Önnur ástæða er sú sem Geir nefnir, að fólki finnst starfið tilgangslaust. 

Þorsteinn Siglaugsson, 2.6.2019 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband