Útsjónarsamir, framsæknir, framsýnir einkaaðilar opna landið

Fyrirtækið Into the Glacier er að gera alveg einstaka hluti. Það býður ferðamönnum bókstaflega að ganga inn í jökul, sem er magnað. Reksturinn gengur vel en það er því að þakka að menn hafi lagt mikið á sig, skipulagt, hugsað og gert raunhæfar áætlanir.

Sem betur fer var enginn búinn að friða Langjökul. Þá hefði pappírsflóðið sennilega náð að drepa þetta framtak í fæðingu.

Sem betur fer var ekki búið að siga einhverju ríkisfyrirtækinu á jökulinn og bora í hann göt á kostnað skattgreiðenda. Þá er næstum því 100% öruggt að reksturinn væri orðinn að blússandi tapi og að skattgreiðendur væru að éta reikninginn.

Það er hægt að sameina ferðamennsku og sjálfbæra umgengni við náttúruna en það verður ekki gert í hugsjónastarfi heldur með því að leyfa fólki að afla sér lífsviðurværis, og þeim mun meira eftir því sem betur gengur. Einkaaðilar sem hafa lífsviðurværi af því að selja aðgang að náttúrunni hafa bókstaflega lífsviðurværi sitt af því að verja hvern einasta mosa og runna fyrir ágangi. Í slíku felst miklu meiri hvati en t.d. fyrir landvörðinn sem er áskrifandi að launum sínum sama hvað gengur á, og hvorki hækkar né lækkar í launum við að einhver Kínverjinn spæni upp varpsvæði kríunnar á bílaleigubíl.

Einkavæðum hálendið, jöklana og íslenska náttúru - því meira, fyrr og hraðar, því betra.


mbl.is HM og veðrið haft sitt að segja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband