Bannið rafretturnar

Nú hafa rafretturnar fangað athygli stjórnmálamanna. Þar með eru dagar þeirra nánast taldir sem löglegur varningur. Markaðurinn fyrir þær er svo lítill og á honum er svo mikil samkeppni að það hefur enginn efni á að eiga við yfirvöld og fá allskyns leyfi eða standa í eilífu stappi við eyðublöð og embættismenn.

Miklu snyrtilegra væri að banna rafretturnar og leyfa þeim að vera í friði á svarta markaðinum. Nú þegar er allskyns brögðum beitt til að komast hjá skattlagningu vegna nikótín-innihalds og þau halda bara áfram. Það er enginn að auglýsa rafrettur svo neinu nemur og orðið á götunni besta markaðssetningin og það heldur áfram, óbreytt. Með því að banna vöruna er hún um leið undanþegin virðisaukaskatti og tollum sem kemur sér vel fyrir neytendur.

Svo já, hættið nú þessu hálfkáki og bannið rafretturnar alveg. 


mbl.is Gert að tilkynna markaðssetningu rafrettna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband