Er það Bandaríkjunum að kenna að Tyrkland er í vandræðum?

Margir virðast hafa gleypt hrátt þá skýringu Tyrklandsforseta að vandræði Tyrklands og gjaldmiðils Tyrklands séu Bandaríkjunum að kenna.

Sú skýring heldur engu vatni. Það má vera að aðgerðir Bandaríkjanna hafi flýtt fyrir einhverju en þetta eitthvað hefði gerst engu að síður.

Hagstjórn Tyrklands er í molum. Forsetinn er nánast einráður. Seðlabankinn þar rekur ekki sjálfstæða stefnu. Hann prentar peninga þegar forsetinn vill, og það vill hann. Ríkið skuldar gríðarlega. Tollastefna Bandaríkjanna er ekki orsökin að vandræðum Tyrklands. Vandræði Tyrklands er heimatilbúin.

Fjölmiðlamenn ættu að vera sig.


mbl.is Hækka tolla á bandarískar vörur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gott málefni Geir en þarna gerðu RÚV árás á Bandaríkin eins og oft áður.Það þyrfti að setja upp nefnd sem fjallar um Fake news og tekur á því.

Valdimar Samúelsson, 15.8.2018 kl. 09:27

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta er ekki endilega "fake news", en tvímælalaust gildra sem hægt er að falla í. Menn rugla hér saman að hlutir gerist í ákveðinni röð annars vegar, og að eitt leiði til annars hins vegar.

Geir Ágústsson, 15.8.2018 kl. 09:52

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Bæði rétt og rangt hjá þér ... líran hefur aldrei verið sterk, en vandamálið er að Wall Street, er vopn í höndum  manna eins og Soros.  Þeir nota Wall Street, til að ... til dæmis setja Sænsku krónuna á hausinn og þvinga Svíþjóð að ganga í EU.  Þetta, Geir ... er staðreynd.

Í dag, hefur meira að segja Eton Musk, tilkynnt að Tesla skal burtu af markaðinum ... af nákvæmlega sömu ástæðu.

Það er margt annað, sem kemur frá þeim sem standa að baki "Wall Street" ... en ekki ætla ég að dæma um það, því ég á engin börn og mun ekki sjá afkvæmi mín deyja af afleiðingunum, sem munu verða löngu eftir að ég er dauður.

Örn Einar Hansen, 15.8.2018 kl. 17:57

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Forsetar Tyrklands og Bandaríkjanna eru báðir öfgahægrisinnaðir rugludallar en hafa þó verið lýðræðislega kosnir, enda þótt efast megi um það hversu mikið lýðræðið er í báðum ríkjunum.

Þorsteinn Briem, 15.8.2018 kl. 19:53

5 identicon

Geir. Ég hef oft verið stóryrt um Tyrkjaveldið út af ýmsum fyrri tíða sögu og verkferlum.

En nú þykir mér svo komið að valdníðskúgunar heimsveldið, (nafnlausa), hafi ráðist á óréttlætanlegan hátt á Tyrkjaríkið í dag.

Veit ekki nákvæmlega hvers vegna mér finnst þetta vera svona. En mér finnst þetta fjölmiðlalofbólu-fjaðrafokanna ósannindanna allskonar, bara óréttlætanleg árás á alla Tyrklandsbúa í dag.

Friður á jörðu verður ekki vegferðar-varðaður af ábyrgðarlausum milliríkja hótunum og kúgunum! 

 M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2018 kl. 20:18

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mig grunar að þetta sé gert viljandi fyrir útflutning.  Það virðist vitrænasta kenningin.

Var að kanna þetta, og tyrkir virðast ekkert vera að flytja út neitt minna af stáli, þvert á móti.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.8.2018 kl. 21:06

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er svolítið erfitt mál fyrir suma því það fellur ekki alveg inn í heimsmyndina ef hún er dálítið skrítin. En auðvitað er þetta alveg rétt hjá þér. Tyrkneskt efnahagslíf hefur lengi verið á brauðfótum og tollarnir núna eru ekki það sem veldur því. En það er auðvitað vænlegra til að selja sjónvarpsfréttir að setja þetta fram eins og það snúist um tvo prestlinga og tvo skrítna karaktera á sitthvorum forsetastólnum. Og það er svo sem ekkert nýtt.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.8.2018 kl. 22:20

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Í langlanglangflestum tilvikum eru efnahagslegar ófarir ríkis því sjálfu að kenna. Ef leirklessur eins og Danmörk eða steinklöpp eins og Singapore geta efnast, þá geta allir það, gefið auðvitað að viðkomandi ríki taki upp:

- Vernd á eignarrétti

- Fyrirsjáanleika í framfylgni laga (þar með talið að taka hraustlega á valdheimildum hins opinbera)

- Frjáls viðskipti við umheiminn

Bandaríkin skulda gríðarlega, framleiða minna og minna og eiga við sífellt fleiri samfélagsleg vandamál. Það er þeim sjálfum að kenna. Ytri ástæður hafa vissulega áhrif á ástandið til skemmri tíma, en til lengri tíma síður.

Í Tyrklandi er gjaldmiðillinn að falla, skuldir hins opinbera að stækka og spilling að hreiðra um sig. Það er þeim sjálfum að kenna. Ytri ástæður hafa vissulega áhrif á ástandið til skemmri tíma, en til lengri tíma síður.

Geir Ágústsson, 16.8.2018 kl. 05:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband