Frægur fyrir að gera lítið

Margir stjórnmálamenn eru iðjusamir einstaklingar. Þeir vilja láta verkin tala. Þeir eru á fullu. Þeir vinna lengi. Þeir gera margar breytingar. Þeir eru álitnir duglegir. Og eftir þá liggur svo sviðin jörð.

Aðrir stjórnmálamenn taka því rólegar. Þeir vilja ekki róta of mikið í hlutunum. Þeir vilja láta lífið hafa sinn gang. Þeir einbeita sér að því að klippa á borða og kyssa smábörn. Og eftir þá liggur svo friður og farsæld.

Sem dæmi um hinn iðjusama sem skildi eftir sig sviðna jörð er stjórnmálaparið Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon. Þetta fólk tók við slæmu búi og gerði allt verra. Því var bjargað með eldgosi og ferðamannastraumi en þeirra eigin verk gerðu meira ógagn en gagn.

Sem dæmi um hinn rólega er fyrrverandi forseti Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva. Brasilíumenn muna helst eftir honum sem manni sem gerði lítið, hróflaði ekki of mikið við samfélaginu og kom vel fyrir. Ekki gleyma því að hann er sósíalisti sem lifði af sölu olíu á frjálsum markaði. Hann leyfði mörgu að hafa sinn gang og hlaut fyrir það gott orðspor.

Hliðstæð dæmi má finna um hagstjórn. Á 3. áratug 20. aldar skullu á tvær stórar kreppur í Bandaríkjunum. Í hinni fyrri fékk forsetinn heilablóðfall og gat lítið gert, og seðlabankinn hafði ekki tekið upp þann leiða vana sinn að prenta endalausa peninga til að bjarga gjaldþrota bönkum. Sú kreppa gekk hratt yfir og er gleymd. Í hinni síðari setti ríkisvaldið allt á fullt til að bjarga skútunni sem gerði ekki annað en að fylla hana af vatni og gera slæmt ástand verra. Sú kreppa er kölluð Kreppan mikla.

Stjórnmálamenn sem gera lítið eru oft miklu meira virði en hinir sem hamast.


mbl.is Undirbýr forsetaframboð í fangaklefa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hægriöfgakarlar setja allt í fjóra kassa og í þá alla fer fáviska þeirra, eins og dæmin sanna. cool

Þorsteinn Briem, 16.8.2018 kl. 06:14

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2008 (fyrir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008):

Íslendingar skulda mest í heimi

Þorsteinn Briem, 16.8.2018 kl. 06:16

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru 22.675 milljarðar króna (andvirði 150 Kárahnjúkavirkjana) í árslok 2008 en 15.685 milljarðar króna í árslok 2007, samkvæmt Tíund, fréttabréfi Ríkisskattstjóra.

Þorsteinn Briem, 16.8.2018 kl. 06:22

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.12.2009:

"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.

"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.

Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.

"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.

Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."

Þorsteinn Briem, 16.8.2018 kl. 06:23

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.12.2005:

"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."

"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.

Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."

Þorsteinn Briem, 16.8.2018 kl. 06:26

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Og enn tala menn fyrir því að íslenska ríkið einoki peningaútgáfu á Íslandi og haldi uppi lögeyri í stað þess að gefa þetta frjálst. Maður getur bara andvarpað.

En það er rétt að peningaprentunin sem var sett af stað til að búa til húsnæðisbólu eftir að dot-dom hlutabréfabólan sprakk hafði afleiðingar á Íslandi. Lánsfé varð ódýrt og fjárfestar sóttu í hávaxtatækifæri eins og íslenska krónan var. Seðlabankinn var svo of linur við bankana þegar þeir kvörtuðu undan skekktri samkeppni vegna hærri bindiskyldu. Það hefði verið nær að hækka bindiskylduna margfalt. 

Geir Ágústsson, 16.8.2018 kl. 06:29

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2006 var hér á Íslandi eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa, sama hvað það kostaði.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að fá Íslendinga til að leggja fyrir og reyna að minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.

Jöklabréf


En eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008 var hér mikil verðbólga vegna gengishruns íslensku krónunnar, þar sem mun fleiri krónur þurfti nú til að kaupa erlendar vörur og aðföng en árið 2006.

Þorsteinn Briem, 16.8.2018 kl. 06:32

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2007:

http://jensgud.blog.is/users/5b/jensgud/img/c_documents_and_settings_jens_gud_my_documents_my_pictures_traust_efnahagsstjorn_geirs_784490.jpg

Árið 2008:

"Guð blessi Ísland!" cool

Þorsteinn Briem, 16.8.2018 kl. 06:41

9 identicon

Það var eins gott að við höfðum ekki aðgerðarlausa stjórnmálamenn eftir hrun, þá værum við gjaldþrota í dag með óyfirstíganlegar skuldir. Reyndar má segja að hér hafi orðið hrun vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Það er útbreiddur misskilningur að þetta hafi verið heimshrun. Það varð aðeins hrun á Íslandi, annars staðar varð djúp kreppa.

Nú kennir Hannes Hólmsteinn útlendingum um hrunið vegna þess að þeir vildu ekki lána bönkunum sem voru með skuldir sem var útilokað að þeir gætu nokkurn tímann greitt!!! Það er almennt talið meðal sérfræðinga erlendis að Jóhanna og Steingrímur hafi unnið kraftaverk við að reisa við þjóðarbúið árin eftir hrun.

Það breytir þó ekki því að margir fóru illa út úr hruninu og er vandséð hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Hrun er tækifæri hinna betur settu til að komast yfir eignir annarra á lágmarksverði sem sitja þá  uppi eignalausir og jafnvel stórskuldugir. Þetta er fylgifiskur viðskiptafrelsis. Ónýtur gjaldmiðill gerir svo ástandið miklu verra en ella. 

.

Ásmundur (IP-tala skráð) 16.8.2018 kl. 18:08

10 identicon

Jón og nú Dagur hafa passað sig á að gera sem allra minnst og það kristallast í ástandinu í Ráðhúsinu núna þar sem frekjuhundar hafa getað vaðið uppi árum saman án nokkurra afskipta.

Það hefði verið borðliggjandi að nýju persónuverndarlögin féllu undir Mannréttindaskrifstofu en þeir 11 starfsmenn og 40 verktakar sem þar starfa eru 

borgari (IP-tala skráð) 16.8.2018 kl. 20:08

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Auðvitað er þumalputtaregla mín ekki algild. Stundum þurfa kjörnir fulltrúar að taka til hendinni. Eltingaleikur við gæluverkefni, skortsala til erlendra vogunarsjóða, takmarkalaus skuldsetning ríkissjóðs, pólitísk íhlutun í byggingu verksmiðja og jarðganga í réttum kjördæmum og almenn sýndarmennska gera samt illt verra. 

Geir Ágústsson, 17.8.2018 kl. 06:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband