Myndi duga í 20 ár

Markaðsvirði Apple, Alphabet, Facebook, Microsoft og Amazon myndi duga til að reka íslenska ríkið í 540 ár, að sögn.

Þetta er þó ekki rétt. Hið rétta er að sérhvert ríkisvald eyðir alltaf eins miklu og það getur eins hratt og það getur eða kemst upp með. Markaðsvirði þessara fyrirtækja myndi kannski duga í 20 ár, en á þeim tíma væri búið að malbika og gullhúða þéttofið vegakerfi yfir gjörvallt hálendið, reisa óperuhús í hverju einasta plássi, koma öllum Íslendingum á opinbera framfærslu, skipta út öllu starfsfólki fyrir erlent vinnuafl, koma öllu námi á háskólastig og leggja fiskiflotanum.

Síðan yrði að lýsa ríkisvaldið gjaldþrota og byrja upp á nýtt.

Hin verðmætu fyrirtæki eru verðmæt af því þau þjóna viðskiptavinum sínum. Ríkisvaldið er verðlaust því það hefur enginn val um að stunda við það viðskipti.


mbl.is Verðmæti Apple skiptir ekki öllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband