Þetta með að úthluta

Stjórnmálamenn mæla oft eigið ágæti í eftirfarandi atriðum:

  • Hversu miklu af fé skattgreiðenda þeir ná að eyða
  • Hversu margar undanþágur frá þunglamalegum reglum þeir ná að veita
  • Hversu oft þeim tekst að troða einhverjum fram fyrir í röðina
  • Hversu mikið af verkum þeirra fá umfjöllun í fjölmiðlum

Allt er þetta gott og blessað. Stjórnmálamenn hafa það hlutverk að koma í veg fyrir, hindra, beina í aðra átt, temja, féfletta og að lokum úthluta til útvalinna aðila.

Þeir mega hins vegar ekki fá áfall þegar kemur í ljós að fyrir þann eina sem fékk úthlutað eru 99 aðrir sem sitja eftir með sárt ennið. Þeir mega ekki láta það koma sér á óvart að allar hindranirnar sem þeir lögðu, en tókst að hleypa einhverjum fram fyrir, halda aftur af öðrum sem hlutu ekki náð fyrir augum þeirra.

Stjórnmálamenn mega ekki gleyma að þrátt fyrir englabauginn fyrir ofan höfuð þeirra þá valda þeir sársauka og töfum og koma í veg fyrir að fólk og fyrirtæki geti náð saman með frjálsum viðskiptum.


mbl.is Vísar ávirðingu minnihluta til föðurhúsanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona yfirlýsing frá Helgu, minnir á yfirlýsingar Dags B Eggertssonar Borgarstjóra.

Enda eru þau samflokka... ( þarf að segja meir)


Ekkert að hjá okkur, allt í himmnalagi með allt hjá Samfó gengur vel.

Kom svo í ljós að allt var í óefni, skuldir í hæstu hæðum, og allar bleiur fullar að skít.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 5.8.2018 kl. 09:02

2 identicon

Rifjast upp latnesk speki í íslenskri þýðingu.Hið óvinnandi virki heimskunar.

guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 5.8.2018 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband