Ekki veitir af

ÁTVR fjárfesti í tæplega 5.700 klukkustundum til fræðslu og þjálfunar starfsmanna, u.þ.b. 142 vinnuvikum, á síðasta ári. Fræðslustundir á hvert stöðugildi voru átján, rúmlega tveir dagar á hvern starfsmann. 

Ekki má það minna vera. Tveir dagar á ári á starfsmenn hlýtur að vera algjört lágmark. Námskeið í núvitund, hjólafærni og heilsu karla ættu að vera í boði á öllum vinnustöðum. Ekki viljum við að starfsmenn ÁTVR séu þjakaðir af lélegri hjólafærni eða vitund um eitthvað annað en núið.

Það er algjör óþarfi að gera frétt um námskeiðahald ÁTVR. Slíkt hefur bara þau áhrif að gera lítið úr starfsmannastefnu ÁTVR. 5700 klukkustundir hljómar eins og há tala en er það ekki því hjá ÁTVR starfa margir einstaklingar. Miklu frekar ætti að hvetja önnur fyrirtæki og opinberar stofnanir til að halda fleiri námskeið og nota ÁTVR sem gott fordæmi. Starfsmenn sem vinna hjá óþarfastofnun ríkiseinokunar í sölu á löglegum neysluvarningi þurfa á öllum þeim námskeiðum sem í boði eru til að réttlæta tilvist sína og hjálpa þeim að komast á fætur á morgnana.


mbl.is Vörðu 5.700 stundum í fræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband