S. Davíð tókst á við Golíat og hafði sigur

Sigmundur Davíð lenti í kjötkvörninni sem íslensk umræða og fjölmiðlaumfjöllun getur verið og hafði sigur. 

Það var klaufalegt af honum að segja ekki að eigin frumkvæði frá öllum viðskiptum, kennitölum og sjóðum hans og konu hans. Hann braut hins vegar engin lög og ekki hefur sannast á hann neitt sem bendir til að hann hafi hent hagsmunum kjósenda og skattgreiðenda fyrir borð til að auðgast. 

Menn gleyma því að aflandsfélög eru lögleg.

Menn gleyma því líka að menn geta átt félög og greitt skatta af tekjum án þess að fjölmiðlamenn viti sérstaklega af því.

S. Davíð tókst á við Golíat og hafði sigur. Hann verður sennilega kosinn inn á Alþingi aftur og kemst jafnvel í oddastöðu við næstu stjórnarmyndunarviðræður. 

Það er ekkert sjálfgefið að komast aftur á fæturna eftir að RÚV og aðrir slíkir fjölmiðlar hafa gert sitt besta til að eyðileggja mannorð viðkomandi. Það vita t.d. eigendur veitingastaðar nokkurs á Akureyri. En svei mér þá ef Sigmundi Davíð tókst það ekki. 


mbl.is Ofgreiddi skatta vegna Wintris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri vel, ef svo væri ... en skríllinn er ekkert til að reiða sig á. Sem dæmi um slíkt, má benda á að það er í lagi að vera barnaníðingur ef maður er að níða börnin fyrir guð ... skera af þeim tippið, eða af stúlkibörnum ... eða giftast 11 ára stúlkum í anda trúarinnar.  En barnaníðingur sem er búinn að taka út dóminn sinn, má aldrei aftur stíga á fætur ...

Þetta er hugmyndafræði "lýðfrjálsa" skrílsins.

Til dæmis, hversu margir gera sér grein fyrir því að "einkavæðingin" er gerð til að "plata" fólk ... upp á framtíðina? Hversu margir, gera sér grein fyrir mögulegum afleiðingum ýmissa þátta sem er talið "gott" mál í dag?

Til dæmis, þú bendir á RÚV ... en gerir þú þér grein fyrir því, að "skíturinn" frá RÚV er einmitt einn sá hluti, sem gerir lýðræði mögulegt. Hversu margir bera "virðingu" fyrir andstæðunum? Hversu margir vita, að það eru alltaf fleiri en ein hlið á öllum málum? Þegar 90% mankynsins, trúir á "spaghetti" skrímsli ... og sumir, sem teljast "góðir menn" bíða eftir að þetta "spaghetti" skrímsli komi til jarðar að drepi öll hin 99%-in. Þá hefur 90% mankynsins, einhliða hugsunarhátt og er ekki fært um að sjá andstæðurnar í réttu ljósi.

En án andstæðanna, væri ekkert lýðræði ... og af sömu ástæðu, á lýðræði sér enga framtíð.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.10.2017 kl. 08:48

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Og ég sem hélt að þessi mánudagsmorgun gæti ekki orðið grárri og drungalegri. 

Þú bendir samt réttilega á hræsni í almenningsálitinu. Menn tala um að það verði að sýna öllum siðum og trúarbrögðum umburðarlyndi en um leið eru menn sem taka út sínar refsingar að hætti okkar siðmenningar engu að síður fordæmdir að eilífu. 

Ekki veit ég hvað þú hefur á móti einkavæðingum. Hvar væru lífskjör okkar stödd ef allt hagkerfið hegðaði sér eins og Orkuveita Reykjavíkur eða Íslandspóstur? 

Lýðræðið er svo auðvitað meingallað. Í lýðræði kjósa tveir úlfar og ein sauðkind um það hvað eigi að vera í kvöldmatinn. Slíkt endar bara á einn veg. 

Geir Ágústsson, 2.10.2017 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband