Ein athugasemd: Kjaftæði

Fyrir Alþingi liggur frumvarp um svokallaða jafnlaunavottun. Eins og það sé ekki nógu slæmt þá er frumvarpið sagt vera í forgangi! Skaðinn af þessu frumvarpi er því nú þegar tvöfaldur.

Á frjálsum markaði keppa fyrirtæki um besta starfsfólkið. Þau keppa um það! Mismunandi aðferðir eru notaðar. Sum bjóða sveigjanlegan vinnutíma, önnur ekki. Sum bjóða möguleikann á mikilli yfirvinnu, önnur leggja áherslu á að allt eigi að vinnast á hefðbundnum skrifstofutíma. Sum bjóða upp á mikla ábyrgð undir miklu álagi en önnur leggja áherslu á að allir vinni saman eins og hópur. Sum bjóða upp á líkamsræktarkort eða greiddan síma eða aðgang að bíl. Listinn er endalaus. Laun koma ekki alltaf við sögu. Ekki höfðar allt til allra.

Með því að skikka fyrirtæki til að líta eingöngu á launin er verið að binda hendur þeirra og gera ráð fyrir að allir vilji það sama.

Með því að innleiða opinbert eftirlit með einhverju er gert ráð fyrir að það sé eitthvað til að hafa eftirlit með, og í þessu tilviki er forsendan sú að það þurfi að athuga hvort konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Það fá allir sömu laun fyrir sömu vinnu. Það gæti ekki verið öðruvísi því annars væri eitthvað fyrirtækið búið að sópa til sín öllum einstaklingum af því kyni (eða hárlit eða líkamshæð eða trú) sem fær lægri laun fyrir sömu vinnu og ná samkeppnisforskoti á þau sem borga hærri laun en nauðsynlegt er fyrir sömu vinnu.

Jafnlaunavottun mun leiða til kostnaðarauka fyrir atvinnulífið sem verður velt út í verðlagið. Innlend fyrirtæki missa þá viðskipti til útlanda. Neytendur missa fé sem hefði geta farið í annað en opinbert eftirlit. 

Þeir einu sem græða eru opinberir starfsmenn. Þeir fitna þegar aðrir horast. 

Og þetta mál er í forgangi!

Af hverju ættu kjósendur nokkurn tímann að kjósa annað en vinstriflokkana þegar hinir svokölluðu hægriflokkar eru svona langt til vinstri?


mbl.is Jafnlaunafrumvarpið í forgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband