Hvað vantar í löggjöfina?

Ísland er lítið land en á Íslandi gilda mörg lög og margar reglur. Landslögin eru vitaskuld á sínum stað en einnig allskyns alþjóðlegir sáttmálar, t.d. aðild að Mannréttindadómstól Evrópu.

Má spurja: Hvað finnst "Nýja-Ísland" liðinu að vanti upp á svo meinta spillingu megi uppræta? Eru einhverjar gloppur í íslenskri löggjöf sem þarf að fylla upp í? Eru einhverjar lagakrækjur í gangi sem má benda á?

Getur verið að öll þessi meinta spilling sé fyrst og fremst í huga fólks? Að hún finnist varla í raunveruleikanum?

Annars kæmi mér ekkert á óvart að einhver spilling kraumaði á Íslandi. Ríkisvaldið er gríðarlega stórt og innan hins opinbera regluverks er mikið rými til að taka geðþóttaákvarðanir. Það má t.d. ekki alltaf fá vínveitingaleyfi nema maður sé vel tengdur. Ríkisvaldið er mjög valdamikið, og miklum völdum fylgir gjarnan spilling. Einkafyrirtæki eru upp á náð og miskunn neytenda komin og miklu viðkvæmari fyrir skoðuðum viðskiptavina sinna, og spilling innan þeirra er sjálfstortímandi. 

En hvað um það: Hvað vantar upp á löggjöfina og hvar er þessi meinta spilling? Ég er í einlægni forvitinn. 


mbl.is „Ég er búin að fá nóg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek undir þetta.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.5.2017 kl. 10:25

2 Smámynd: Haukurinn

Ég er að stóru leyti sammála þér Geir hvað varðar óþarfa löggjöf og virkni laga í að stemma stigu við upplifaða spillingu. Með lögum skal land byggja, en lögin leysa ekki alltaf allan vanda. 

En ég verð að segja, að mér finnst það stórfelld einföldun af þinni hálfu að segja að spilling sé eitthvað sem einungis einkenni ríkisvaldið en ekki einkafyrirtæki. Stofnanir eru stofnanir - þær eiga það til að byggja upp eigin innri stjórnmál, ósamræmi og óhagkvæmni - bæði innan hins opinbera og á hinum frjálsa markaði. Innviði einkafyrirtækja geta jöfnum höndum við innviði ríkisstofnana einkennst af óhagkvæmni, ógrundvölluðum ákvörðunum og valdabaráttu. Munurinn er að mínu mati mestur hvað varðar hraða þess hve áhrif slíks koma í ljós og hvað varðar úthlutun og tengingu ákvarðanatöku og ábyrgðar á teknum ákvörðunum. Þar gera áhrifin hraðar vart við sig á frjálsum markaði - að öllu jöfnu.

Svo þekkist það t.d. alveg að einkafyrirtæki hafa áhrif á verðmyndun á frjálsum markaði í óhag neytenda - þannig að spilling er svo sem ekkert óþekkt hjá einkafyrirtækjum heldur.

Summa summarum - sammála, en með þó nokkrum fyrirvara.

Haukurinn, 18.5.2017 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband