Þegar gjaldmiðlar voru stöðugir (og frjálsir)

Hvernig kemur þú í veg fyrir að skip þeytist um í sjónum þegar það ætti í raun bara að liggja kyrrt við bryggju? 

Þú bindur það við "eitthvað".

Hið sama gildir um gjaldmiðla. Til að þeir séu stöðugir þarf að binda þá við "eitthvað".

Hér er mynd sem sýnir breytingar á kaupmætti bandaríska dollarans (héðan). Hann var stöðugur lengi vel en hvað gerðist svo?

chart-09

Það sem gerðist var að seðlabanki var stofnaður og honum leyft að prenta peninga sem voru án gullforða á bak við sig (í raun).

Seðlabankar eiga að stuðla að stöðugleika en þeir gera það ekki. Þeir valda óstöðugleika. Þá ber að leggja niður ef ætlunin er sú að tryggja stöðugleika gjaldmiðils. Frjálsir gjaldmiðlar, gjarnan bundnir við gullforða, eru þeir einu sem hafa staðist tímans tönn.

Þetta er ekki töfralausn. Þetta er sögulega vel sönnuð, vel reynd og raunhæf lausn. Gallinn er bara sá að stjórnmálamenn vilja geta prentað peninga þegar þannig liggur á þeim. 


mbl.is Stendur ekki til að festa gengið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband