Frumvarpið gangi til atkvæðagreiðslu sem fyrst

Langdregin umræða á sér nú stað um hið svokallaða áfengisfrumvarp sem er ætlað að færa áfengisverslun á Íslandi nær því fyrirkomulagi sem viðgengst í flestum öðrum vestrænum ríkjum. Þingmenn hafa flestir gert upp hug sinn. Skoðanakannanir eru afgerandi (Íslendingar segja nei þar til breytingin er komin á og verða svo himinlifandi með hana). 

Það er því ekki eftir neinu að bíða og kominn tími til að koma þessu frumvarpi í atkvæðagreiðslu á Alþingi. Þannig og bara þannig er hægt að komast frá þessu máli. Frumvarpið verður þá samþykkt eða fellt og þingheimur getur snúið sér að öðru.

Þetta mál ætti ekki að þurfa stífla alla umræðu í samfélaginu og á þingi. Atkvæðagreiðsla er eina leiðin til að skera úr um framhaldið. Að hóta þingmönnum, hræða þá eða svívirða eða kaffæra í póstum og athugasemdum er e.t.v. góð leið til að fá persónulega útrás en lagasetningarvaldið er hjá Alþingi. 

Kjósa - fá niðurstöðu - snúa sér að einhverju öðru.

Núna, takk. 


mbl.is Vilja ekki vín í verslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband