Ekki bara foreldrar heldur skólar líka

Ég er þakklátur öllum þeim sem ráðleggja foreldrum þegar kemur að tölvunotkun barna. Lykilorð hér eru: Eftirlit og mörk. 

En það eru ekki bara foreldrar sem ota tölvum og tækjum að börnunum. Nei, það gera skólar líka. Kennarar hafa séð ljósið. Með því að dreifa tölvum til krakkanna er hægt að láta þá dunda sér við eitthvað gagnvirkt forrit. En sá lúxus!

Hérna í Danmörku fékk stærri strákurinn minn tölvu í hendurnar í skólanum þegar hann var 9 ára gamall. Ég gæti skrifað heila ritgerð um neikvæðar afleiðingar þess, en ætla að sleppa því. Ég vil bara vara foreldra við. Þótt þið innleiðið allskyns reglur og ramma á heimilinu er ekkert víst að skólarnir taki mark á því. Þar hafa kennarar séð að tækin geta létt þeim vinnuna töluvert og jafnvel bara gert hana að því einfalda verkefni að útvega innstungu og þráðlaust internet. 

Ef snjallsíminn er léleg barnfóstra er tölvan þá eitthvað frekar góður kennari? 


mbl.is Snjallsíminn ekki góð barnfóstra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband