Óþarfi að safna fé fyrir Chile

Í Santiago, höfuðborg Chile, ríkir nú ófremdarástand. Vatnið í leiðslum borgarinnar er mengað og íbúar þurfa að treysta á aðflutt vatn í flöskum og belgjum til að slökkva þorstann.

Sem betur fer eru íbúar Chile nægilega auðugir til að takast á við þetta vandamál án utanaðkomandi aðstoðar. Chile er og hefur lengi verið meðal efnahagslega frjálustu ríkja heims (sem stendur í 13. sæti en byggt á frekar gömlum tölum því miður). Þetta þýðir að yfirvöld þar leyfa íbúum ríkisins og hagkerfinu í heild sinni að ná andanum án of yfirþyrmandi afskipta. Auðvitað hrjá ýmis vandamál íbúa Chile en þökk sé efnahagslegu frelsi geta þeir unnið úr þeim og byggt upp traustar stoðir til lengri tíma. Það sem hjálpar þeim er ríkisvald sem er ekki yfirþyrmandi stórt og viðskiptafrelsi við útlönd. Það sem hamlar þeim er mikið og þungt regluverk, óstöðugur gjaldmiðill og að einhverju leyti ófullnægjandi vernd á eignarrétti.

En hvað sem því líður þá þarf ekki að blása til fjársöfnunar til að hjálpa íbúum Santiago í Chile. Þeir hafa úrræðin til að bjarga sér sjálfir af því íbúarnir hafa fengið að stunda nokkurn veginn frjáls viðskipti og skapa auð og velmegun (sérstaklega á mælikvarða Suður-Ameríku).

Vonum að fleiri ríki snúi af braut sósíalisma og geti þannig líka orðið sjálfbjarga.


mbl.is Milljónir án vatns í höfuðborg Chile
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband