Kosningar í vor 2017?

Ég sé fyrir mér að Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð geti náð saman um myndun ríkisstjórnar. Ég sé líka fyrir mér að hún starfi ekki lengur en til næsta vors og að þá verði kosið aftur.

Það þarf fyrr eða síðar að rétta kjörtímabilið af og koma upphafi þess á vormánuði aftur. Hví ekki að ljúka því af? Þessar haustkosningar voru algjör della og spruttu af þörf lítils en háværs hóps til að hefna fyrir aðgerðir eða aðgerðaleysi eins manns. Vinstrimenn vonuðu svo að þeir gætu riðið á reiðibylgjunni inn í Stjórnarráðið og hafið skattahækkanir á tveggja vikna fresti að hætti Steingríms J.

4 mánaða þing, kosningar í maí 2017 og skýrari línur. 


mbl.is Viðreisn „meira spurningarmerki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það átti aldrei að fara út í kosningar í haust, ríkisstjórnarflokkarnir höfðu ríflegan meirihluta og áttu alls ekki að láta háværan minnihluta hóp úr stjórnarandstöðunni hræða sig út í kosningar á þessum tíma.

Hefði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur haft ástæðu til að klára sitt kjörtímabil þá hafði þessi ríkisstjórn haft enn meiri ástæðu til að klára sitt. Það sýnir sig nú að það mun reynast erfitt að ná saman traustri stjórn. Traust stjórn Framsóknar og Sjálfstæðis átti að ljúka sínu verki á vori komanda.

Tómas Ibsen Halldórsson, 10.11.2016 kl. 15:36

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Rétt hjá þér Geir Ágústsson, ég skildi aldrei og skil ekki en hversvegna stjórnarflokkarnir létu kúa sig til haustkosninga sem svo kemur í ljós að eru handónýtar og verkefnin sem átti að klára fóru útum lær og maga og engin árangur.

En nú er staðfest sem sagt hefur verið áður, að margir flokkar treysta ekki lýðræðið og lýðræðið verður ekki tryggt með ESB flokkum, þannig að ekki gengur að leggja til kosninga nema að einhverjir flokkar sameinist fyrir kosningar.  Tek og undir mál þitt Tómas Ibsen.    

Hrólfur Þ Hraundal, 10.11.2016 kl. 16:57

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Getur verið að stjórnarflokkarnir hafi ekki vitað hvað þeim hávaðasömu gekk til?- Hvers vegna þessa undanlátssemi? 

Breyting Stjórnarsrárinnar (á,2 þingum) er algjör forsenda fyrir möguleika að inngöngu í ESb.Nú þykjast þeir(esb) komnir harla nálægt takmarkinu,einu sinni enn. Bjarni og fjölskipaður flokkur Sjálfstæðisþingmanna verða að standast þessa raun. 

Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2016 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband