Gera lítið og gera það vel

Þrír flokkar ætla að láta reyna á stjórnarmyndunarviðræður. Gott og vel, annað eins hefur gerst. Ég legg til eftirfarandi dagskrá.

Gefa ESB-flokkunum sínar kannanir, viðræður og kosningar

ESB-flokkarnir vilja að Ísland gangi í ESB. Þeir vilja samt ekki segja það upphátt. Þeir vilja að þjóðin fái að velja, að pakkann þurfi að skoða, að samræður við ESB þurfi að eiga sér stað. Gott og vel - það má láta á eftir öllu þessu. Að lokum kemur samt raunveruleikinn í ljós - ESB er sökkvandi skip og Íslendingar hafa engan áhuga á að stökkva á það.

Lækka skatta

Skattar eru of háir. Jaðarskattar eru sérstaklega of háir. Samspil bóta og skatta er þannig skrúfað saman að það borgar sig varla fyrir nokkurn mann að bæta við tekjur sínar. Þessu þarf að breyta.

Ríkisvaldið sem rekstraraðili

Ríkið er að vasast í rekstri á alltof mörgum fyrirtækjum. Hver einasta fækkun hér er til bóta. Kannski þarf að kaupa slíkt af samstarfsflokkum með því að lofa enn einni nefndinni eða skoðanakönnun um aðild að ESB, en þá það. 

Skuldirnar

Ríkið þarf að losa sig við skuldir sínar og ekki bara það heldur líka loka á tækifæri í framtíðinni til að skuldsetja ríkið. Næsta vinstristjórn, hvenær sem hún tekur við, á eftir að reyna sökkva Íslandi aftur í umhverfi skulda- og skattahækkana. Það þarf að reyna girða fyrir það. Meira að segja Katrín Jakobsdóttir hlýtur að skilja að skuldsetning í dag er dragbítur á morgun. Hún rekur a.m.k. eigin flokk með það að leiðarljósi.

Annars liggur svo sem ekkert á að stofna ríkisstjórn að mínu mati. Það má kannski draga það á langinn fram yfir áramót?


mbl.is Byrjað á sáttmála um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú þegar menn ætla enn og aftur að fara að selja hugmyndina um að kíkja í pakkann, er þá ekki spurning um að öhlutdrægir blaðamenn fari að kynna fólki það sem alla tíð hefur legið fyrir? Þ.e. Að það er ekkert í pakkanum nema það að við getum hugsanlega samið um hve lengi við verðum að því að taka upp allar 90.000 síðna lagaflækjur EsS.

Ég botna ekkert í því hvers vegna það gengur svona illa að koma þeim upplýsingum á framfæri þótt þær hafi legið frammi fyrir allra augum frá byrjun.

Sjá hér.:

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/key_documents/2007/understanding_enlargement_102007_en.pdf

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2016 kl. 12:24

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Íslenska þjóðarsálin á það til að bíta fast í sig hugmyndir sem er engin leið að hagga. Fiskveiðikerfinu á að rústa áður en menn sjá að sér. Stjórnarskránni á að fleygja áður en menn sjá að sér. ESB-aðildin skal tekin alla leið áður en menn sjá að sér. 

Geir Ágústsson, 12.11.2016 kl. 13:52

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er nú allt í lagi að slá aðeins af andarteppunni og hugsa við og við, en ljóst er að það er ekkert framundan nema að þreyja þorrann og kjósa aftur í vor, eða fá fimmflokka vinstristjórn sem svo situr bara og framleiðir leiðindi, roluskap og óhöpp í fjögur ár.  Fyrir líku eru dæmi.

Hrólfur Þ Hraundal, 12.11.2016 kl. 16:29

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þrátt fyrir að hafa gramsað í pakkanum margumrædda, í hálft þriðja ár eða meir, upplýsti Jóhönnu stjórnin þjóðina aldrei hvað þar var að finna. Skildi það vera að þau hafi komist að því að pakkinn var tómur???

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.11.2016 kl. 16:37

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Það má gramsa vel og lengi í þessum pakka en það er ekkert víst að menn komist að því hvað er í honum. Nú var t.d. Evrópusambandið að segja við Íra að þeir mættu ekki veita fyrirtækjum skattaívilnanir til að laða þau til sín sbr. sektir á ýmis bandarísk stórfyrirtæki. Írar hafa greinilega enga hugmynd um það sjálfir hvað má og hvað má ekki í sambandinu sem þeir tilheyra. 

(Ég er ekki að mæla skattaívilnunum bót með þessu. Skattar eiga að vera lágir á alla, alltaf, að mínu mati. Boðskapurinn hér er bara sá að ríki innan ESB virðast ekki hafa hugmynd um regluverk ESB.)

Geir Ágústsson, 12.11.2016 kl. 20:26

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Írum er náttúrulega eingin vorkunn, þeir völdu þetta sjálfir enda löngum verið verulaga seinheppnir.  

Samt vorkennir maður þeim heimskan, að asnast til að gefa óvinum sínum öll völd á eyunni sinni grænu.  

En einstaklingar frá eyunni grænu hafa oft getið sér gott orð í öðrum löndum. 

Hrólfur Þ Hraundal, 13.11.2016 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband