Jón Gnarr og borgarstjórinn

Jón Gnarr, sem er snillingur vel á minnst, segir að karlar komist upp með ótrúlegustu hluti og að samfélagið sé fullt af ósnertanlegum körlum sem geta ekki neitt.

Hann ætti að þekkja það. Sem borgarstjóri hleypti hann úlfunum af stað. Borgin hefur ekki enn jafnað sig á þeirri feigðarför. Skattgreiðendur hafa fengið að finna rækilega fyrir því fólki sem Jón Gnarr kom í borgarstjórn. Þeir fá að borga. Það sem verra er að skattgreiðendur eru ekki að fá mikið fyrir sinn snúð. Stjórn borgarinnar einkennist af daðri við gæluverkefni fámenns hóps. Götur, innviðir, leikskólar og hreinlæti situr á hakanum (svo fátt eitt sé nefnt). Reynt er að fela slæma skuldastöðu. Sköttum ef haldið í hæstu löglegu hæðum. Fáir leggja í að byggja húsnæði sem mikil eftirspurn er eftir eða hreinlega fá það ekki.

Jón Gnarr er einn af þessum ósnertanlegu körlum sem komast upp með að geta ekki neitt, a.m.k. sem stjórnmálamenn. Hann getur skrifað handrit, leikið, framleitt, komið fram, samið góða brandara, sett sig í hlutverk, hrifið fólk með sér, rekið fjölskyldu, verið frumlegur og komið vel fram. Sem stjórnmálamaður var hann hins vegar karl sem gat ekki neitt og var ósnertanlegur.

Það er hætt við að í þáttum hans um borgarstjórann sé hann að segja drungalega mikið og rétt frá sínum daglega veruleika sem maður sem fór illa með 100 þúsund Reykvíkinga og fannst það bara allt í lagi. 


mbl.is Með hnút í maganum yfir svona körlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband