Skattar ERU ofbeldi

Einhver umræða á sér nú stað um skatta og hvort þeir eru ofbeldi eða ekki.

Auðvitað eru þeir ofbeldi. Það liggur fyrir. Þeir sem greiða ekki skatta eru sviptir frelsi eða eignir þeirra teknar af þeim. Hér er enginn eðlismunur á háttarlagi vopnaðs þjófs og ríkisvaldsins, bara stigsmunur. Þetta gefur augaleið. Ef skattar væru ekki ofbeldi þyrfti ekki sérstakt orð fyrir þá - skatta - heldur væri hægt að tala um áskriftargjöld, frjáls framlög, afnotagjöld eða eitthvað annað. Menn gætu þá valið að greiða enga skatta en þyrftu þá að greiða fullt verð jafnóðum fyrir afnot sín af t.d. vegum og skólum. 

Menn geta hins vegar deilt um það hvort ákveðið magn ofbeldis sé ekki nauðsynlegt til að starfrækja ríkisvald sem á að sjá um að allt gangi vel fyrir sig. Ríkið starfrækir jú allskyns rekstur og þjónustu sem við viljum hafa aðgang að með einum eða öðrum hætti en flestir virðast vilja að ríkiseinokun sjái um að veita fyrir ærinn tilkostnað. Á Íslandi vasast ríkið líka í ýmsu sem er ekkert sjálfgefið að ríkisvaldið sem fyrirbæri vasist í, en fyrir slíku þarf að vera pólitískur stuðningur. 

Magn ofbeldis með notkun skatta er sem sagt spurning um pólitískar málamiðlanir, en ekki spurning um það hvort skattar eru ofbeldi eða ekki.

Vinstrimenn vilja mikið ofbeldi. Frjálshyggjumenn vilja lítið ofbeldi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lög eru sátt um ákveðnar reglur, sem fulltrúar þjóðarinnar sameinast um. Ef menn brjota þessar reglur er sjálfsagt að við því séu viðurlög. Annars væru þau gagnslaus.

Lög eiga að framfylgja réttlæti að nafninu til. Að heildin njóti sannmælis og að enginn einn geti tekið sig út og talið sig yfir þau hafin. Óhóflegir skattar eru ekki sanngjarnir og ekki sanngjarnt að þriðjungur þjöðarinnar þurfi að setja helming tekna sinna í að halda hinum á floti. Það letur framleiðni og sjálfsbjargarvilja og er vítahringur fyrir efnahaginn. Vinstrimenn eru alltaf að bjóða free lunch á kostnað hinna. Einnig vilja þeir meira ofbeldi í viðurlögunum.

Moðursýkis og öfgakennd vinnubrögð hafa knésett margan manninn. Ég man þá tíð þegar sýslumaðurinn á Akranesi gerði þann feil að semja um skatta við fyrirtæki, sem síðar fór á hausinn og rikið missti kröfur sínar í búið.

Viðbrögð Jóhönnu Sig. voru þau að banna sýslumönnum að semja við skattgreiðendur. Það var fest í lögum. Fólk gat því hvergi ásjár leitað í áföllum og sveiflum og fór á hausinn í unnvörpum. Allt þetta út af því að valdsmanneskja reiddist því að ríkið fengi ekki hlut sinn í gjaldþroti eins fyrirtækis. 

Þetta er besta dæmið um ofbeldi í skattamálum sem ég man. Fyrir vikið lentu þessar þúsundir ef ekki tugþúsundir manna á framfærslu ríkisins fyrir það að ríkið neitaði að semja um skuldir. Til að mæta þessari fjölgun ríkisómaga var auðvitað farið í að hækka skatta, sem svo leiddu af sér fleiri persónuleg gjaldþrot. Þetta er gott dæmi um vítahringshugsunarhátt vinstrimanna.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2016 kl. 12:59

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Af tvennu illu kýs heldur bláu höndina en rauða hnefann. ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2016 kl. 13:03

3 identicon

Skattar eru oft á tíðum ofbeldi, sést best í Bandaríkjunum þar sem peningarnir eru notaðir í hernaðaraðstoð.  Hér heima voru þeir notaðir til að endurreisa fjármálakerfi og í ívilnarnir til stóriðjuvina vinstri stjórnarinnar.

http://www.visir.is/bandarikin-samthykkja-4,3-billjona-samning-um-hernadaradstod-til-israels/article/2016160919520

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.11.2016 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband