Kjörtímabilið verður styttra af öðrum ástæðum

Í frétt segir: 

Píratar telja mikilvægt að komist þeir í ríkisstjórn verði lögð áhersla á að afgreiða nýja stjórnarskrá eins fljótt og auðið er. Fyrir vikið telji þeir æskilegt að næsta kjörtímabil verði styttra en fjögur ár svo hægt verði að afgreiða nýja stjórnarskrá.

Eitt er víst: Komist fjögurra flokka vinstristjórn til valda verður kjörtímabilið stutt en ekki af því hraða þarf úthreinsun á allri stjórnskipun Íslands heldur af því þessir flokkar munu aldrei verða sammála um neitt annað en að hækka skatta.

Til valda kemst svo líklega aftur ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins sem þarf aftur að byrja hið langdregna ferli að vinda ofan af skattahækkununum, rétta af ríkisreksturinn og afnema boð og bönn.

Píratar fá kannski ósk sína uppfyllta en með þeim afleiðingum að þeir þurrkast út af yfirborði jarðar eða verða gleyptir af Vinstri-grænum. 


mbl.is Stutt kjörtímabil og utanþingsráðherrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Með heppni.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.10.2016 kl. 17:04

2 identicon

Sæll.

Hefur hinn svokallaði flokkur atvinnulífsins lækkað skatta svo nokkru nemur?

Hinn svokallaði flokkur atvinnulífsins vill núna t.d. bæta við þriðja dómstiginu, millidómstigi. Slíkt verður dýrt ýmissa hluta vegna. Það mun auðvitað auka fastan rekstrarkostnað ríkisins og leiða til launaskriðs dómara. Við fáum fleiri lélega lögfræðinga með mikilmennskubrjálæði á launaskrá ríkisins sem síðan seinna verður ómögulegt að losna við.

Næsta ríkisstjórn, sem verður án efa vinstri stjórn, mun auka verulega við skuldir okkar enda búið að greiða þær niður þannig að lánstraust íslenska ríkisins er orðið gott og því auðvelt að fá lánað :-(

Helgi (IP-tala skráð) 23.10.2016 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband