Eingöngu glæpamenn eiga að bera vopn, eða hvað?

Þegar einhver verður fyrir voðaskoti er það alltaf komið í fréttirnar.

Þegar glæpamaður ryðst inn á svæði með óvopnuðum almenningi og skýtur fólk í stórum stíl kemst það í fréttirnar.

Þegar einhver stöðvar glæp með heiðarlegri notkun skotvopna er það aldrei komið í fréttirnar. Fréttin yrði líka leiðinleg: Glæpur stöðvaður - ekkert gerðist. Hver nennir að lesa um slíkt?

Fyrir vikið halda margir sjálfsagt að löghlýðnir borgarar sem eiga skotvopn séu alltaf að brytja niður fjölskyldumeðlimi og nágranna. Menn halda líka að þau skotvopn sem glæpamenn búa yfir fari með lögbanni á slíku eignarhaldi. Það sem gerist bara er að almenningur er afvopnaður. Glæpamennirnir eiga áfram sín skotvopn.

Best væri auðvitað að enginn ætti skotvopn og jafnvel að þau væru ekki til. Þau eru samt til og því er mikilvægt að það séu ekki bara glæpamennirnir sem eiga þau. Sögulega hefur líka verið þörf fyrir að almenningur sé a.m.k. jafnvel vopnaður og yfirvöld. Jafnvægis verður að gæta. Annað svarar til að gera almenning að varnarlausum hænum sem refurinn getur leikið sér að því að slátra án mótspyrnu. 


mbl.is Skaut son sinn á skotsvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hérna gleymir þú mikilvægum lið varðandi af hverju "gott" er fyrir almenning að eiga skotvopn. Það er til að verjast því "yfirvaldi" sem þykist geta ráðskast með almenning á hverjum tíma. Þetta var það sem koma ákvæðum um rétt almennings til að eiga skotvopn í stjórnarskrá Bandaríkja Norður Ameríku á sínum tíma .Þar höfðu stjórnvöld frá gamla heiminum (Evrópa) ítrekað reynt kúga almenning til að greiða skatta og fleira til sín. Margir telja að BNA sé það heimsveldi sem það er í dag, mikið til vegna þessa. 

Guðmundur Jónsson, 5.7.2016 kl. 10:35

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Guðmundur,

Ekki gleymdi ég þessu atriði þótt lítið hafi farið fyrir því:

"Sögulega hefur líka verið þörf fyrir að almenningur sé a.m.k. jafnvel vopnaður og yfirvöld."

Yfirvöld hafa lengi lagt mikla áherslu á að afvopna almenning og sumir sem berjast fyrir slíkri afvopnun hafa vafalaust gleymt því hvers vegna. Jörundur hundadagakonungur naut góðs af því að almenningur var afvopnaður. Bretar gátu hernumið Ísland fyrst og samið svo af því hér voru engar varnir, og þeir gerðu það af því þeir vildu vera á undan Þjóðverjum sem hefðu hæglega geta gert það sama. Rússar leika sér að því að fljúga yfir landhelgi Íslands sem hefur leitt til endurkomu Bandaríkjahers til Íslands.

Óvopnaður almenningur í vopnuðum landi er eins og lamb í ljónabúri.  

Geir Ágústsson, 5.7.2016 kl. 10:42

3 Smámynd: Mofi

Eins mikið og mér finnst óþægilegt að hreinlega vita af einhverjum sem er með byssu í nágrenni við mig þá samt sit ég uppi með einmitt þetta, það er auðvelt að slátra óvopnuðum almenningi og sögulega hafa stjórnvöld notfært sér þetta.  Að vísu í dag eru herir með svo svakalega þróuð vopn að almenningur sem á byssur á ekki roð í tæknivæddan her.

Mofi, 5.7.2016 kl. 12:35

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Afsakaðu þetta Geir. Ég var að lesa þetta í síma og yfirsást það sem er neðan við neðra bilið í textanum.

Guðmundur Jónsson, 5.7.2016 kl. 16:57

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Í alveg óvopnuðum heimi þurfa glæpamenn ekki vopn.  Þeir þurfa bara að koma saman tveir eða fleiri, jafnvel í skjóli nætur.  En þeir velja oftast (þeir reyna) bráð sem þeir telja sig ráða við.

Villihundar eru ekki vopnaðir.  Þeir eru bara margir.  Þeir geta lagt að velli talsvert stóra bráð, svona margir saman.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.7.2016 kl. 19:32

6 identicon

Ég held nú að vandinn í USA felist ekki endilega í fjölda skotvopna heldur því að fólk þarna virðist ekki kunna að fara með þetta. Ég stunda sjálfur skotfimi og skotveiðar og þekki aðeins inná svona mál. Ef maður er með hlaðna byssu og þarf að leggja hana frá sér eða snúa úr skotstefnu þá er það gert þannig að maður opnar byssuna. 

þetta er ekki flæokið. Skiptir engu hvaða byssa það er maður meðhöndlar þær alltaf eins og geri maður það og kunni menn að fara með þetta er þetta ekki hætulegt. En í landi þar sem þú verslar byssur bara eins og mjólk úti stórmarkaði má jú eiga vona á svona atburðum alla daga. Hér á Íslandi eru skráð um 90.000 skotvopn að mig minnir en það að við séum að skjóta af okkur lappir og hendur eða félagana á skotsvæðinu eða á veiðum er nú ekki eh sem gerist oft. Enda þarftu að öðlast réttindi á þetta og læra að fara með þetta hér á landi..

ólafur (IP-tala skráð) 5.7.2016 kl. 22:53

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kaninn er ~300.000.000 manns, eða ~1000X fleiri en íslendingar.  1 tilvik hér myndi jafngilda 1000 þar.  (Og reiknaðu nú.)

Og það sem ratar í fréttirnar er *maður bítur hund,* sem þýðir að þetta er sjaldgæft.

Ekki er mikið mark takandi á fréttum oftast.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.7.2016 kl. 00:21

8 identicon

ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.en ég gæti samt trúað að Max Igan hafi rétt firrir sér

https://www.youtube.com/watch?v=LEMulb2C420

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 6.7.2016 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband