Skattaskjól eða ekki

Úr frétt frá árinu 2013:

"Þau Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug greiða rúmar 19 milljónir króna í auðlegðarskatt fyrir árið 2012."

Ekki tókst nú betur til en þetta þegar þau hjónin völdu sér "skattaskjól". 

Ég legg til að næst þegar menn leggja pólitískan feril sinn í hættu með því að koma fé sínu í úr umhverfi verðbólgu og eignaupptöku (sem þeir hafa jafnvel sjálfir barist fyrir) þá verði raunverulegt skattaskjól fyrir valinu (sem gerir skattgreiðslurnar að nákvæmlega núll krónum).

Til dæmis er hægt að kaupa Rolex-úr og geyma í læstum peningaskáp heima hjá sér, nú eða listaverk með söfnunargildi. Nú eða gera bara það sama og Björk Guðmundsdóttir, söngkona: Flytja alla starfsemi til Bahama-eyja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skattaskjól má vissulega nota til að geyma peninga, dýna gerir svipað gagn. Best er að láta peningana vinna og gefa ekkert af hagnaðinum upp til skatts. Smá auðlegðarskattur af stofnfé til að geta sagst borga skatt er smáræði hjá skattinum sem má komast hjá. Og svo lækkar þú skattinn um helming með því að selja sjálfum þér hálft fyrirtækið á dollar. Aðlegarskattur reiknast af kaupverði.

Fari Rolex úrin eða listaverkin yfir visst verðmæti ber að gefa það upp til skatts...séu þau í peningaskáp hér á landi. Og gefa upp hagnaðinn við sölu. En séu þau í eigu fyrirtækis á Tortóla þá þarf ekkert að gefa upp, hvorki kaupin né söluna.

Davíð12 (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 14:58

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Davíð12,

Það má gera margt við peninga, t.d. láta þá brenna upp í verðbólgu eða seitlast af þér við hægfara en skipulega (og löglega, að því er virðist) eignaupptöku. Lái þeim sem vilja forðast það.

Mig grunar að þessi lög sem skikka fólk til að gefa upp verðmæti eigna sinna sem yfirvöld þekkja ekki til... geri það sjaldnast. 

Að sama skapi veit ég um fjölmarga sem eiga nokkuð af gjaldeyri heima hjá sér sem þeir hafa ekki "skilað" til Seðlabanka Íslands.

Það eru til lög - góð og slæm. Sum eru þess eðlis að fólki finnst þau óréttlát og þá þarf ekki að vera siðblint illmenni til að vilja komast hjá óréttlætinu.

Það sagt þá virðast allir sem nefndir eru í meintum skattaskjólsmálum hafa fylgt lögum þótt þeir hafi ekki haft þrek til að segja frá viðskiptasamningum sínum. 

Geir Ágústsson, 7.4.2016 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband