Áramótaspá fyrir áriđ 2013

Nú ţegar einu versta ári í íslenskri hagsögu er lokiđ er ekki úr vegi ađ líta fram á veginn og reyna ađ spá í ţađ sem koma skal.

Heilsa hagkerfisins mun halda áfram ađ versna. Skuldsett neysla eykst. Lántökur fara vaxandi. Fjárfesting verđur áfram viđ frostmark. Fólk flyst áfram frá landinu. Fyrirtćki ganga á eignir sínar og sjóđi. Mörg fara á hausinn eđa loka einfaldlega dyrum sínum. Sjávarútvegurinn heldur ađ sér höndum til ađ ráđa viđ aukna skattheimtu. Ríkisvaldiđ heldur áfram ađ moka fé í taprekstur og fjárfestingu sem skilar engu, ekki einu sinni atkvćđum til ríkisstjórnarflokkanna. Skattar hćkka og sumir mjög mikiđ.

Svona verđur ţetta líka fram yfir kosningar. Ţađ gćti tekist fyrir Samfylkinguna og einhvern klónaflokk hennar (Björg framtíđ eđa Dögun) ađ krćkja í nógu mörg atkvćđi til ađ geta myndađ ríkisstjórn međ Framsóknarflokknum og kannski frá Vinstri-grćnir ađ vera međ. Sjálfstćđisflokkurinn virđist ekki ćtla ađ skerpa línurnar og verđa ađ raunverulegum valkosti fyrir ţá sem flokka sig til hćgri. Hann er ennţá of langt til vinstri - vill ennţá ađ ríkiđ reki seđlabanka, skattleggi suma meira en ađra og ađ ríkisvaldiđ sé međ puttana í allskyns rekstri sem í eđli sínu er ekkert frábrugđinn pylsusölu eđa bílaverkstćđi, t.d. skóla og heilbrigđisstofnana.  

Niđurstöđur kosninganna verđa ţví ekki afgerandi á neinn hátt. Ţćr munu leiđa til flókinna stjórnarmyndunarviđrćđna ţar sem málamiđlanir verđa allsráđandi. Niđurstađan verđur lođiđ plagg sem lofar í raun engu nema nýjum umbúđum á gamalt innihald. Hallarekstur verđur áfram bođađur í fjárlagafrumvarpinu í lok ársins. Enginn raunverulegur niđurskurđur á ríkisrekstrinum mun eiga sér stađ. "Loforđ" um ađ eyđa verđur ađ virđa, en "loforđ" um ađ skera niđur verđur ađ geyma til seinni tíma. Rétt eins og ríkisstjórn Sjálfstćđisflokks og Alţýđuflokks 1991-1995 mistókst ađ útrýma hallarekstri fráfarandi vinstristjórnar mun nćstu ríkisstjórn ekki takast ađ eyđa hallarekstri núverandi ríkisstjórnar, sama hvernig hún verđur samsett, en alveg sérstaklega ekki ef vinstriflokkarnir fá áfram ađ koma ađ ríkisstjórn. 

Hagkerfiđ, í stuttu máli, mun ţví halda áfram ađ missa heilsuna.

Eitthvađ jákvćtt kemur kannski út úr ţessari áframhaldandi kreppu. Kannski fá fleiri áhuga á ţví ađ skilja hvers vegna ráđherrar geta talađ um "bata", "rísandi land", "hagkerfi í vari" og ađ eftir ţrjú ár af vinstristjórn "hillir undir sjálfbćran ríkisrekstur" (ađ sögn forsćtisráđherra). 

Kannski eykst áhuginn á ţví ađ skilja hvađ á sér stađ í hagkerfi sem safnar skuldum og brennir sparnađi sínum til ađ fjármagna neyslu en treystir sér ekki í fjárfestingar.

Kannski, í lok ársins, ţegar gjaldţrotahrina fjölmargra Evrópuríkja blasir viđ, fara fleiri ađ hlusta á ţá sem hafa lengi varađ viđ en litla áheyrn fengiđ.

Áriđ 2013 verđur seinasta áriđ sem almenningur lét bjóđa sér upp á kjaftćđi. Ţetta er spá vafin inn í von. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll og gleđilegt ár.

Ég tek undir međ ţér varđandi gjaldţrot ríkja, nefndi ţađ raunar á ţínu ágćta bloggi fyrir fáeinum vikum. Viđ munum sjá hrinu ţjóđargjaldţrota á nćstu örfáu árum og sennilega mun verđbólga fylgja međ, svona sem krydd. Ţetta gćti gerst hratt, alveg eins og varđ međ bankakrísuna. Kanarnir gćtu hćglega lent í miklum vandrćđum undir lok kjörtímabils Obama. Fjárfestar hljóta ađ kveikja á perunni fljótlega.

Stóra máliđ er samt ekkert rćtt almennt: Ţađ sem vantar inn í stjórnarskrár hér og annars stađar í dag er skýrt ákvćđi varđandi eignarrétt.

Eignarréttur varinn af stjórnarskrá er afskaplega holur ef stjórnmálamenn geta skattlagt eigur fólks ađ vild - setja ţarf skýrt ţak á heimildir stjórnmálamanna til ađ taka eigur fólks af ţví međ skattheimtu og öđrum opinberum álögum.

Enginn spyr stóru spurningarinnar í dag: Hvenćr hćttir skattheimta ađ vera skattheimta og verđur ađ löglegum ţjófnađi?

Ţađ er ekkert sem stoppar stjórnmálamenn í eignaupptöku, ţetta sjáum viđ víđa í hinum Vestrćna heimi, almenningur á t.d. Írlandi ţarf ađ bera ábyrgđ á illa reknum bönkum og litlu munađi ađ almenningur á Íslandi yrđi látinn bera ábyrgđ á íslensku bönkunum (hér stoppađi almenningur og forsetinn ţađ af - ekki stjórnmálamenn).

Í gegnum tíđina hefur sumum veriđ refsađ fyrir ađ ganga vel og ţeir skattlagđir sérstaklega - Hollande (70% skattur á tekjur yfir milljón evrum á ári) var ađ reyna ţađ sem áđur hefur veriđ gert t.d. af Wilson.

Má mismuna fólki eftir ţví hve mikiđ ţađ á međ mismunandi skattprósentu? Heimilar stjórnarskráin ţađ? Heimilar stjórnarskráin ađ fólk vinni marga mánuđi á hverju ári fyrir ađila sem fólk vill kannski ekki greiđa krónu til og hefur ekki samiđ um ađ greiđa til? Heimilar stjórnarskráin sumum ađ taka af eigum annarra? Má mismuna fólki eftir ţví hve mikiđ ţađ á? Ţetta vonlausa stjórnlagaráđ hefđi átt ađ taka á ţessu atriđi.

Ég tel ţá sem stađiđ hafa ađ hallarekstri hins opinbera vera persónulega ábyrga fyrir ţví fé sem ţeir hafa sólundađ til ađ kosta eigiđ endurkjör, ég hef aldrei samtţykkt óábyrga međferđ ţeirra á mínu skattfé. Ţetta fólk verđur ađ bera fjárhagslega ábyrgđ á ţví sem ţađ gerđi, ţeirra eigur eiga ađ fara í ađ greiđa upp ţćr skuldir sem ţađ hefur stofnađ til! Ég og fleiri sakleysingjar getum ekki endalaust borgađ fyrir annarra manna mistök.

Helgi (IP-tala skráđ) 7.1.2013 kl. 14:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband