Viðkvæmt að skila þýfinu?

Innbrotsþjófur með fangið fullt af stolnum fartölvum og farsímum og kominn hálfa leið úr húsinu sem hann er að brjótast inn í á tvo mögulega kosti: Að leggja þýfið frá sér og yfirgefa svæðið tómhentur, eða halda áfram og bera þýfið út úr húsi.

Vitaskuld gæti hann sagt við sjálfan sig að það sé "of seint" að skila þýfinu, t.d. af því hann var búinn að lofa félögum sínum í bófaklúbbnum að fremja innbrot. Svo er vitaskuld ekki. Sá sem stelur, tekur eða hirðir á alltaf þann kost að skila því sem tekið var. Hann getur alltaf tekið siðferðislega rétta ákvörðun þótt hann hafi áður tekið siðferðislega ranga ákvörðun.

Stjórnmálamönnum tekst oft að orða hlutina þannig að jarðtenging við raunveruleikann er afmáð. Að ríkið hækki skatta eða skattleggi yfirleitt er ekki réttlæting fyrir áframhaldandi skattlagningu. Þetta er jafneinfalt að skilja og dæmið um innbrotsþjófinn.

Látum stjórnmálamenn ekki rugla okkur í ríminu. Þeir geta alltaf skilað því sem þeir hafa tekið, og hætt við að hirða það sem einhver hafði áður ákveðið að hirða.  


mbl.is Viðkvæmt að hætta við skattahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi manneskja veldur ekki starfinu það er nokkuð ljóst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2012 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband