Hið opinbera ræður, og það er þér að kenna

Hið opinbera á Íslandi hefur alltof mikil völd, og þau völd sem það hefur ekki er alltof auðvelt fyrir það að hrifsa til sín.

Þetta lætur almenningur viðgangast. Það er því almenningi að kenna að ríkisvaldið getur ráðskast með allt og alla. Hinir fáu sem hafa völdin hjá hinu opinbera gætu aldrei stjórnað hinum mörgu ef hinir mörgu létu ekki stjórna sér mótmælalaust.

Nú hefur borgarstjórn ákveðið að hækka stórkostlega verð að bílastæðum í miðborg Reykjavíkur. Margir, sem höfðu þagað þunnu hljóði á meðan borgaryfirvöld beittu aðra ofbeldi, tjá sig núna. En núna er það orðið of seint. Þeir sem reka ekki verslun við Laugarveg þegja núna, en þegar borgin snýr sér að þeim verður ekki hægt að búast við stuðningi t.d. frá kaupmönnum við Laugarveg.

 Völd hins opinbera á Íslandi eru alltof, alltof mikil. Þau eru meiri í dag en fyrir 20 árum, og meiri í dag en í gær. Er það af því fólk í dag er vinstrisinnaðra og þar með síður fært um að stjórna sér sjálft? Er það af því þeir sem sækjast eftir opinberum völdum eru klárari en við hin sem sækjumst bara eftir því að stunda verðmætaskapandi vinnu?  


mbl.is Telur hækkun gjalda valda miklum skaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Alveg rétt hjá þér.

Maður huggar sig samt við að þetta rugl getur ekki haldið áfram mikið lengur, opinberi geirinn ber feigðina í sér :-) Hann er að jarða sjálfan sig og þegar "hann" fattar það verður það orðið of seint. Það sama er í gangi með ameríska seðlabankann, hann er að jarða sjálfan sig. Evrukreppan er bara lítill hluti af vanda ESB, eins og þú sennilega veist.

Skattheimta í dag er ekkert annað en nútíma þrælahald, ég vildi óska að fólk almennt séð nennti að kíkja á framtalið sitt á netinu, veit ekki hvernig þetta er í Baunaveldi hjá þér, en hér er auðvelt á sjá þetta. Menn einfaldlega kíkja á heildartekjur sínar, sem eru í einu reit,  og svo hve mikið þeir borga í ríkishítina og til síns sveitarfélags,  og þá kemur í ljós að menn vinna fleiri daga í mánuði fyrir aðra en sjálfa sig. Ég held að þegar fólk fattar þetta almennt renni tvær grímur á marga.

Haltu endilega áfram að skrifa svona Geir, ég vissi ekkert um efnahagsmál árið 2008 en eftir að hafa látið fjölmiðla, stjórnmálamenn og opinberar stofnanir (t.d. SÍ og FME) ljúga að mér fékk ég nóg og fór að lesa mér til. Nú eru þeir dagar að baki þar sem ég er leiksoppur þessara trúða. Það er nánast alltaf gaman að lesa skrif þín :-)

Helgi (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 23:10

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Helgi og þakka hrósið!

Því miður er ég ekki jafnbjartsýnn á rólega jarðaför gjaldþrota ríkissjóða og seðlabanka og þú. Sagan er full af dæmum um peningaprentvélar sem rýrðu gjaldmiðla niður í ekki neitt, og hatrammir og illir menn notuðu tækifærið til að hrifsa til sín völdin og fara í stríð. Þannig komust nasistarnir til valda. Þannig missti rússneski keisarinn alla tiltrú almennings og opnaði á byltingu bolshevika.

Geir Ágústsson, 31.7.2012 kl. 07:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband