Gott tæki en ...

Kindle-lestölvur eru alveg hreint frábær tæki. Ég á eina slíka (ásamt lesljósi) og þökk sé því hvað hún er létt, þægileg og blíð við augun get ég fullyrt að ég hef lesið tvöfalt meira en ég hefði gert ef ég hefði verið bundinn við þykkar og þungar pappírsútgáfur (ég á þær samt, og þær hafa sína kosti, en komast því miður ekki í vasann).

En ....ég er alltaf fullur efasemda þegar menn eyða stórfé í "nýja tækni" og búast við því að það "auki áhuga" og "bæti námsárangur". 

Nemendur skipast í tvo hópa: Þeir sem nenna og vilja læra, og þeir sem nenna hvorki né vilja læra. Stundum er sami nemandinn í báðum hópum, allt eftir því hvaða fag er um að ræða. 

Þeir sem nenna ekki að lesa sögu og samfélagsfræði, en vilja frekar reikna og skrifa, fá ekkert út úr því að eignast lestölvu.

Þeir sem nenna ekki að lesa eða læra neitt, þeir fá ekkert úr því að eignast lestölvu.

Þeir sem nenna og vilja lesa, þeir lesa hvort sem þeir eiga lestölvu eða ekki. En það hlýtur að teljast líklegt að þeir muni lesa ennþá meira þökk sé lestölvunni. Þeir fá því alveg helling úr því að eignast lestölvu.

Ávinningurinn fyrir skólakerfið og "námsárangurinn" fyrir "árganginn" verður lítill sem enginn. Útgjöldin eru sennilega mikil. 

Hefði ekki verið góð byrjun að gera námsefnið aðgengilegt (t.d. öllum) og láta það svo vera undir hverjum og einum að kaupa sér lestæki fyrir það? (Of dýrt? Fellið þá niður skatta, tolla og önnur opinber gjöld af þessum og öðrum raftækjum.)


mbl.is Betra en að halda á 200 bókum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það voru felldir til niður tollar og vörugjöld af rafbókalesurum núna í nóvember. Mörður Árnason var að því er mig minnir þar í aðalhlutverki.

Í þessu tilfelli er einkafyrirtæki (Skólavefurinn) að splæsa bæði tækjum og bókum. Ég vona innilega að vonir þeirra um að tækin muni höfða til þessa aldurshópa og jafnvel gera lestur meira spennandi. Ég er þó tortrygginn og þá sérstaklega með val á aldurshópi. Ég hefði nefnilega haldið að framhaldsskólanemar væru mun líklegri til þess að geta notað tækin í sínu námi.

Annars má í leiðinni benda Rafbókavefinn og síðan er Emma.is líka skemmtilegur vefur.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 17:01

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Lýst vel á tollaniðurfellinuna, þótt sértæk sé. Og fjarveru skattgreiðenda frá þessari tilraun. Og vona líka að hún kveiki lestraráhuga.

Geir Ágústsson, 11.1.2012 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband