Skattbyrðin mikilvægari en skattheimtuaðferðin

Mér sýnist stjórnarandstaðan vera komin í hlutverk aðstoðarmanns ríkisstjórnarinnar.

Auðvitað er það svo að einfaldara skattkerfi er skilvirkara en flókið. Þetta vita allir, meira að segja ráðherrar ríkisstjórnarinnar. Flókið skattkerfi er samt betra að mati vinstrimannanna, því slíkt kerfi þarf á stórri sveit eftirlitsmanna að halda til að rannsaka skattskil hvers einasta skattgreiðanda.  Flókið kerfi kallar á mikið eftirlit, og mikið eftirlit er eftirlæti þeirra sem tilbiðja stórt og mikið ríkisvald.

En með því að leggja til að skattkerfið verði einfaldað, án þess að stinga upp á skattalækkunum, er stjórnarandstaðan komin í hlutverk aðstoðarmanns ríkisstjórnarinnar. Á virkilega að hjálpa vinstristjórninni að verða "skilvirkari" í blóðtöku sinni á hagkerfinu?

Rothbard skrifaði á sínum tíma (feitletrun mín):

The crucial point is that the extent of the distortion of resources, and of the State’s plunder of producers, is in direct proportion to the level of taxation and government expenditures in the economy, as compared with the level of private income and wealth. It is a major contention of our analysis—in contrast to many other discussions of the subject—that by far the most important impact of taxation results not so much from the type of tax as from its amount. It is the total level of taxation, of government income compared with the income of the private sector, that is the most important consideration. Far too much significance has been attached in the literature to the type of tax—to whether it is an income tax, progressive or proportional, sales tax, spending tax, etc. Though important, this is subordinate to the significance of the total level of taxation.

Í stuttu máli: Það sem skiptir mestu máli er að huga að skattbyrðinni sem slíkri, en ekki einstaka tegundum skattheimtu. Með því að leggja til "skilvirkara" skattkerfi, án þess að leggja til stórkostlegan niðurskurð á skattheimtunni, eru menn að hlaupa frá vörninni á hinu frjálsa fyrirkomulagi.


mbl.is Rannsaki áhrif einfaldara skattkerfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það er mun betra að taka lítið af mörgum en mikið af fáum.

Flatur skattur dregur, eins og segir hér að ofan, úr skattsvikum þar sem mun minnu er að sækjast eftir með undanskotum.

Háskattakerfis eins og Seingrímur vill er engin framtíð fyrir enda verður skattrannsóknastjóri innann fárra ára orðinn fjölmennari en lögreglan, þ.e.a.s. ef að ekki verði stigið skrefið til austurs og sönnunarbirgðinni snúið.

Óskar Guðmundsson, 9.11.2011 kl. 10:08

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sammála því að það er betra að féfletta marga lítið en fáa mikið. Nú fyrir utan þá staðreynd að þegar menn reyna að féfletta mikið, þá láta þeir féflettu sig hverfa. Og ef ríkið sólundar jafnmiklu og áður, þá þarf það að ganga harðar að hinum sem eru eftir (þar til þeir einir eru eftir sem geta ekki flúið ofríkið).

En hvort skatturinn er flatur eða stighækkandi er í sjálfu sér ekki aðalatriðið. Maður sem býr við stighækkandi skatt á bilinu 10-30% mun kjósa að búa við kerfi stighækkandi skatta frekar en að þurfa greiða flatan skatt til jafns við alla aðra upp á 35%. Það sem hann sér er lokaskattprósentan á sínar tekjur en ekki skattheimtuna á alla aðra.

Geir Ágústsson, 9.11.2011 kl. 10:52

3 identicon

Sæll.

Opna þarf augu fólks fyrir því að skattheimta sé í raun löglegur þjófnaður. Ég held einnig að íhuga þurfi sterklega að setja lög um hámarks stærð ríkisins og að þeim verði einungis breytt með auknum meirihluta og þjóðaratkvæðagreiðslu. Því miður gerist þetta þó tæplega eins og alþingi er nú mannað.

Opna þarf augu almennings fyrir skaðsemi skattheimtu og afleiðingum skattheimtu.

Kannski er þessi ágæta færsla þín gott dæmi um að allir flokkar hérlendis séu á miðjunni og sjái ekkert athugavert við stórt ríksivald og íþyngjandi skattheimtu :-(

Ég held að við getum fyrst átt von á þjóðin færist til hægri nokkrum árum eða áratugum eftir að ríkisvaldið hefur verið minnkað talsvert. Það er enn ein ástæða þess að minnka þarf verulega ríkið. Hérlendis eru heilu stéttirnir, kennarar kannski gott dæmi um slíka stétt, meira eða minna í heild sinni sósíalistar sem hafa aldrei unnið í einkageiranum og hafa því lítinn skilning á sköpun verðmæta og telja stórt ríkisvald algera nauðsyn. Þessu þarf að breyta.

Helgi (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 17:21

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Helgi,

Takk fyrir hugleiðingar þínar.

Ég held samt að þú vanmetir stórkostlega hægrihneigð fólks. Það eru allir ánægðir með aukið svigrúm um leið og þeir fá það (með örfáum undantekningum, t.d. opinberir starfsmenn sem kunna ekkert verðmætaskapandi). 

Hvað voru Austur-Evrópubúar lengi að verða hægrisinnaðir eftir fall kommúnismans? Ég held að það hafi tekið um 24 klukkustundir.

Geir Ágústsson, 10.11.2011 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband